Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1949
249,2 m²
7 herb.
2 baðherb.
5 svefnh.
Þvottahús
Lýsing
Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala
Helgamagrastræti 26
Um er að ræða reisulegt einbýlishús á þremur hæðum miðsvæðis á Akureyri. Góð þakhæð í opnu rými með gluggum til allra átta með góðu útsýni. Tvö baðherbergi og miklir möguleikar varðandi herbergjaskipan.
Eignin er á þremur hæðum og skiptist í forstofu, hol, 3 svefnherbergi og bakdyrainngang úr einu herberginu, baðherbergi og lagnarými/geymsla á jarðhæð. Á miðhæð er hol, þvottahús, baðherbergi, 2 svefnherbergi, borðstofa og eldhús. Á þakhæðinni er stórt opið rými sem hægt væri að skipta niður.
Jarðhæð:
Forstofa er rúmgóð með flísum á gólfi og gólfhita, góður skápur í forstofu.
Svefnherbergin eru 3, öll eru þau með parket á gólfi og skápar í tveimur þeirra. Úr einu herberginu er farið inn í rými með útgengi út að baka til.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, upphengt wc, sturta með glerskilrúmi , handklæðaofn og góður fataskápur á baði. Innfelld lýsing og opnanlegur gluggi.
Af holi við stigauppgöngu er farið niður í lagnarými/geymslu.
Miðhæð:
Þvottahús með opnanlegum glugga, innrétting við vask.
Baðherbergi með opnanlegum glugga, baðkari og innrétting við vask.
Svefnherbergin eru 2, bæði með parket á gólfum og skápur í öðru þeirra.
Borðstofa og eldhús með parketi á gólfi, farið að sjá verulega á því. Eldhúsinnrétting á þremur veggjum, bakaraofn í vinnuhæð og stæði fyrir uppþvottavél í innréttingu.
Þakhæðin er bjart og skemmtilegt opið rými með mikla möguleika. Gluggar til allra átta með góðu útsýni. Svalir til suðurs og einnig svalahurð til austurs en ekki með útgengi út á svalir en með handrið.
Annað:
- Útsýni
- Tvö sér bílastæði við húsið
- Miklir möguleikar á húsnæði varðandi herbergjaskipan og þess háttar.
- Ummerki eftir leka á svalaútskoti til austurs á þakhhæðinni.
- Handklæðaofn lekur á jarðhæðinni.
- Búið er að skipta um gler og lista að hluta
- Laus til afhendingar við samningsgerð
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
olafur@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
15. okt. 2021
58.000.000 kr.
59.000.000 kr.
249.2 m²
236.758 kr.
30. júl. 2018
48.600.000 kr.
49.800.000 kr.
249.2 m²
199.839 kr.
15. júl. 2013
35.250.000 kr.
19.567.000 kr.
249.2 m²
78.519 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024