Lýsing
*Íbúð 407
Vel skipulögð og björt 70,2 fm, þriggja herbergja íbúð á fjórðu hæð.
Orkureiturinn er skipulagður og hannaður með sjálfbærni og vistvæn sjónarmið að leiðarljósi. Sérstök áhersla er lögð á endurnýtingu orku og blágrænar ofanvatnslausnir. Á byggingartíma er lögð áhersla á endurvinnslu byggingarefnis, jarðvegs og gróðurs á svæðinu. Skipulag reitsins er það fyrsta í Reykjavík sem vottað er af BREEAM vistvottunarkerfinu og hefur það fengið einkunina Excellent.
Íbúðirnar afhendast í okt./nóv 2024
PANTIÐ EINKASKOÐUN.
Nánari upplýsingar veitir Jórunn Skúladóttir löggiltur fasteignasali í síma 845 8958 eða jorunn@miklaborg.is
Gengið er inn í alrými sem samanstendur af eldhúsi með fallegri innréttingu, stofu og borðstofu. Baðherbergi er með sturtu og fallegri innréttingu. Þvottaaðstaða er inni á baðherbergi. Sitthvoru megin við alrými eru tvö svefnherbergi með góðum skápum. Útgengt er á svalir til norðvesturs út af alrými.
Íbúðin afhendist með vönduðum innréttingum frá Nobila (sölu- og þjónustuaðili: GKS) innrétttingarþema sem ákveðin hafa verið af innanhússarkitekt verkefnisins, Rut Káradóttir er R2 - Sandur.
Hver íbúð er útbúin loftræstikerfi með varmaendurvinnslu. Allt loft sem fer í gegnum kerfið er síað og er því minna af svifryki og frjókornum í íbúðunum en ella.
Nánari upplýsingar veitir Jórunn Skúladóttir löggiltur fasteignasali í síma 845 8958 eða jorunn@miklaborg.is og Friðjón Örn Magnússon löggiltur fasteignasali í síma 692 2704 eða fridjon@miklaborg.is