Lýsing
Miklaborg kynnir: Smekklega endurnýjaða og vel skipulagða íbúð á efstu hæð í litlu fjölbýli við Ljósalind í Kópavogi. Íbúðin skiptist í stofu, eldhús, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Auk þess er þvottaherbergi/geymsla innan íbúðar. Hún er með suðursvölum og í kjallara er sér geymsla og sameiginleg hjóla/vagnageymsla.
Nánari lýsing: Komið í flísalagt anddyri með fataskáp.
Hol er með harðparketi.
Stofa með úgengi á suðursvalir.
Eldhús er með nýlegri hvítri innréttingu, þar er nýlegt samsung spanhelluborð og bakaraofn í vinnuhæð.
Tvö svefnherbergi, góður skápur í hjónagerberginu.
Baðherbergi er rúmgott með baðkari og sturtuklefa.. Það er með góðri innréttingu og er flísalagt í hólf pg gólf.
Þvottaherbergi/geymsla er innan íbúðar.
Gólfefni íbúðar er harðparket og á baði, eldhúsi, þvottaherbergi og holi eru flísar.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á undanförnum árum. Nákvæm lýsing á endurbótum að utan og innan er á sérblaði.
Frábær vel skipulögð , mikið endurnýjuð eign á góðum stað í Kópavogi.
Viðar Böðvarsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali.
Nánari upplýsingar: vidar@miklaborg.is, s.6941401