Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Árni Helgason
Vilborg Gunnarsdóttir
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Soffía Sóley Magnúsdóttir
Vista
fjölbýlishús

Eddufell 6 (0202)

111 Reykjavík

40.800.000 kr.

925.170 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2052226

Fasteignamat

15.950.000 kr.

Brunabótamat

14.400.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1981
svg
44,1 m²
svg
1 herb.
svg
1 baðherb.
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Lyfta

Lýsing

***DOMUSNOVA KYNNIR * ATVINNUHÚSNÆÐI - INNRÉTTUÐ SEM STÚDÍÓÍBÚÐ***
**SKRÁÐ SEM ATVINNUHÚSNÆÐI EN UPPFYLLR BYGGINGARREGLUGERÐ UM ÍBÚÐARHÚSNÆÐI**
*VERSLUNARRÝMI 0202 Á 2. HÆÐ *ENGIN VIRÐISAUKAKVÖÐ*

Nánari upplýsingar veita:
Vera Sigurðardóttir lgf. s. 8661110 vera@domusnova.is
Agnar Agnarsson löggiltur fasteignasali / s.8201002 / agnar@domusnova.is
Sæþór Ólafsson löggiltur fasteignasali / 855-5550 / saethor@gmail.com


Flott stúdíó íbúð á annarri hæð með í lyftuhúsi. Eignin afhendist fullbúin í janúar 2025. 
Birt stærð eignarhlutans er 43,9fm. og afhendist fullfrágengin miðað við skilalýsingu, með frágengnu baðherbergi og eldhúsi.
Sameign er fullfrágengin með lyftu.  Inngangur í sameign fjölbýlishússins frá tveimur hliðum sem hafa sameiginlegan aðgang að lyftu. Læstur aðgangur, póstkassar, íbúamerking, mynd-dyrasímar o.fl. í anddyri.  Stór bílastæði frá suð/vestur inngangi á sameiginlegri lóð hvar verða staðsettir rafmagnspóstar og djúpgámar fyrir sorp.  
Næg bílastæði eru við eignina.  
Mikið er lagt upp úr vönduðum lausnum við byggingu heildareignarinnar og notast við nútíma lausnir.  Djúpgámar eru á lóð.
Innréttingar eru sérsmíðaðar frá viðurkenndum aðila.  Blöndunartæki eru frá Grohe eða sambærilegt og hreinlætistæki af vandaðri gerð.  Borðplötur eru harðplastáferð með niðurfelldum vaski á eldhúsum og böðum.  Parket á aðalflötum og flísar 60x60cm. á votrými.
Á 2. hæð eru 8 eignarhlutar.  Hæðin er skráð sem atvinnhúsnæði (verslun og þjónusta) og er ekki með vsk-skráningu.  Eignarhlutirnir geta jafnframt nýst sem studio fyrir hvers konar starfsemi eða tómstund.

Lýsing eignar:
Anddyri og alrými eru í opnu rými sem skilast með fullmáluðum veggjum og gólf parketlögð.
Eldhúskrókur er opinn inn í alrými með fallegri innréttingu.  Innrétting er vönduð frá viðurkenndum framleiðanda.
Alrými með fallegu harðparketi og gluggum til norðurs .
Baðherbergi flísalagt 60x60 flísum  Vönduð innrétting með harðplastborðplötu.  Tenging fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi.
Hjóla-og vagnageymsla í kjallara
Djúpgámar á lóð fyrir flokkað rusl.
Hvítar innihurðir frá Birgisson með svörtum húnum.

Innra rými íbúða og eignarhluta fjölbýlishússins er hannað af innanhúshönnuði. (Arna Þorleifsdóttir).  Við hönnun fjölbýlishússins var þess gætt að rýmin á 2. hæð gætu nýst sem studió íbúðir og/eða vinnustofur/þjónusturými.  Rýmin hafa öll baðherbergi m/salerni, handlaug, sturtuklefa og skáp fyrir þvottavél og þurrkara.  Einnig eldhúsinnréttingu með öllum tækjum.  Kaupendur geta síðan ákveðið nýtingu þessara rýma.

Hverfið:
Samkvæmt áformum um breytt skipulag Reykjavíkurborgar í efra Breiðholti á að efla hverfiskjarna og nærþjónustu og styrkja miðsvæðið við Austurberg og Gerðuberg sem hjartað í hverfinu. Stefnt er að sjálfbærara og vistvænna hverfi og fjölgun á stærri fjölskylduíbúðum. Gert er ráð fyrir að íbúðum í Efra-Breiðholti geti fjölgað um rúmlega eitt þúsund með tilkomu hverfisskipulagsins. Lóðarhöfum sérbýlishúsa verður heimilt að innrétta aukaíbúðir en gert er ráð fyrir að um verði að ræða hægfara þróun. Jafnframt er heimilt að hækka flest lyftulaus fjölbýlishús um eina hæð, gegn því skilyrði að komið verði fyrir lyftu til að bæta aðgengi. Einnig er veitt heimild fyrir nýjum eða viðbyggingum á fjölbýlishúsalóðum við Austurberg.
 
Það er stutt í alla þjónustu, hvort sem það er í verslun, grunnskóla, framhaldsskóla, leikskóla eða íþróttamannvirki.  Í efra Breiðholti má m.a. finna ýmsar matvöruverslanir, vínbúð, veitingastaði, bókasafn, apótek, heilsugæslu, menningarmiðstöð og tónlistarskóla.  

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Myndir í söluyfirliti þessu eru tölvugerðar og endurspegla gæði og efnisval íbúða almennt en eiga ekki endilega við um viðkomandi eign.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Domusnova fasteignasala

Domusnova fasteignasala

Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
13. apr. 2023
58.050.000 kr.
207.350.000 kr.
559.4 m²
370.665 kr.
7. júl. 2021
48.200.000 kr.
113.500.000 kr.
559.4 m²
202.896 kr.
3. nóv. 2006
21.120.000 kr.
45.800.000 kr.
397.4 m²
115.249 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Domusnova fasteignasala

Domusnova fasteignasala

Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
phone