Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Óskar Rúnar Harðarson
Jason Guðmundsson
Þröstur Þórhallsson
Jórunn Skúladóttir
Þórunn Pálsdóttir
Ólafur Finnbogason
Kjartan Ísak Guðmundsson
Katla Hanna Steed
Gústaf Adolf Björnsson
Viðar Böðvarsson
Rakel Viðarsdóttir
Upplýsingar
svg
Byggt 2000
svg
287,7 m²
svg
6 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Sérinngangur

Lýsing

Miklaborg kynnir: Einstaklega vel skipulagt og fallegt einbýlishús á einni hæð með mikilli lofthæð. Vel staðsett í Ásahverfinu í Garðabæ, nálægt hrauninu og sjónum. Fallegur garður með heitum potti. Þrjú barnaherbergi , hjónaherbergi með fataherbergi. Glæsileg stofa og borðstofa, sjónvarpshol, þvottahús, geymsla. Bílskúrinn er mjög stór eða um 71 fm og með geymslulofti yfir að hluta, einnig er geymsluloft yfir svefnálmu. Öll hönnun og efnisval miðar að því að húsið sé viðhaldslétt. Það er steinað að utan og gluggar og þakkantar eru ú PVC og steinskífur á þaki. Þá eru pallar úr lerki sem þarf ekki að bera á. Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir lgf s:773-6000 og thorunn@miklaborg.is

Komið er í anddyri með góðum skápum. Á vinstri hönd er 10 fm barnaherbergi. Næst er glæsileg björt stofa með mikilli lofthæð og fallegum arni. Útgengt er í garðinn til suðurs. Þrjú þrep liggja upp í borðstofuna sem er sérlega skemmtileg með mjög mikilli lofthæð. Inn af stofu er nett baðherbergi með sturtu. Við hlið þess er 8,3 fm geymsla. Eldhúsið er inn af borðstofunni og tengist einnig góðu sjónvarpsholi. Eldhúsið er bjart með hlýlegum eldhúskrók og tengist garðinum til austurs með tvöfaldri hurð. Við hlið eldhússins er þvottahús með góðum innréttingum og útgangi út í garð, þar sem er heitur pottur sem tengist líka eldhúsinu. Viðhaldsléttur lerkipallur er eftir allri austur og suðurhlið hússins, en garðurinn er fallega hannaður þar sem náttúrlegur gróður og landslag heldur sér að hluta til. Lóðin er 858 fm. Næst eru tvö 10,7 fm barnaherbergi. Búið er að opna á milli þeirra, en auðvelt er að breyta því aftur í upprunalegt horf. Hjónaherbergið er rúmgott með glæsilegu fataherbergi inn af. Baðherbergið er fallegt, bæði með sturtu og hornbaðkeri. Ekkert var til sparað í innréttingum hússins. Vola blöndunartæki eru á báðum baðherbergjum og í eldhúsi. og þykkt granít í borðplötum. Náttúruskífa er á gólfum í stofu , eldhúsi og víðar, en jatóba parket er á borðstofu, sjónvarpshorni og svefnherbergjum. Gólfhiti er í opnum rýmum, en ofnar í herbergjum. Bílskúrinn er tvöfaldur og mjög rúmgóður, birt flatarmál hans er 45,4 fm. Skv teikningu er 23,4 fm (nettó) geymsla inn af bílskúr sem samsvarar á að giska 26 fm í birtu flatarmáli. Geymsuveggurinn er ekki til staðar og er bílskúrinn því stærri sem því nemur eða um 71,4 fm og íbúðarrýmið minna eða um 216,3 fm. Tröppur í bílskúr liggja upp í gott geymsluloft, en einnig er geymsluloft yfir svefnálmu.

Sérstaklega skemmtilegt og vel hannað einbýli á þessum vinsæla stað í Garðabæ, þar sem örstutt er í náttúruna, skóla leikskóla og fleira.

Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir lgf s:773-6000 og thorunn@miklaborg.is

img
Þórunn Pálsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Miklaborg fasteignasala
Lágmúli 4, 108 Reykjavík
Miklaborg fasteignasala

Miklaborg fasteignasala

Lágmúli 4, 108 Reykjavík
img

Þórunn Pálsdóttir

Lágmúli 4, 108 Reykjavík
Miklaborg fasteignasala

Miklaborg fasteignasala

Lágmúli 4, 108 Reykjavík

Þórunn Pálsdóttir

Lágmúli 4, 108 Reykjavík