Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Knútur Bjarnason
Rúnar Þór Árnason
Gunnar Sv. Friðriksson
Hólmar Björn Sigþórsson
Linda Björk Ingvadóttir
Kristján Þór Sveinsson
María Steinunn Jóhannesdóttir
Ragnheiður Árnadóttir
Upplýsingar
svg
Byggt 2000
svg
157,8 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Útsýni
svg
Sameiginl. inngangur

Lýsing

Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölu Básbryggju 7, íbúð 302, 110 Reykjavík:

Fallega og bjarta 5 herbergja endaíbúð á tveimur hæðum með bílskúr. Birt stærð eignar er samtals 157.8 fm. þar af er íbúðarhluti 136.8 fm. og bílskúr 21 fm. Eignin er staðsett á frábærum stað í suðaustur jaðri Bryggjuhverfis. Stutt er í útivistarsvæði í Grafarvoginn, s.s. Geirsnef, Hamrana, Voginn og alla helstu þjónustu s.s. skóla og leikskóla, verslanir, veitingahús, líkamsræktarstöðvar, strætóstöðvar o.fl. 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT STRAX

Íbúðin skiptist í:
3 hæð (302 - 76.1 fm.): Forstofu / hol, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.
4 hæð (402 - 60.7 fm.): Stofu / borðstofu / sjónvarpskrók, eldhús, geymslu og salerni.
Bílskúr sem er staðsettur í Básbryggju 5. 
Sameiginleg hjóla / vagnageymsla á jarðhæð.
Íbúðinni tilheyrir hlutdeild í skrúðgarði sem liggur að lóðarmörkum Básbryggju 5-11. 

Nánari lýsing á eign:
Forstofa / hol: Komið er inn í rúmgóða forstofu með innbyggðum fataskáp, flísar á gólfi.
Eldhús: Í alrými á efri hæð, mikil lofthæð, borðkrókur, góð innrétting, bakaraofn, helluborð, flísar milli skápa, flísar á gólfi. 
Stofa / borðstofa / sjónvarpskrókur: Í alrými á efri hæð, mikil lofthæð, björt og rúmgóð, útgengi út á suðuraustur svalir, flísar á gólfi. 
Hjónaherbergi: Rúmgott, góðir fataskápar,  parket á gólfi.  
Svefnherbergi 2: Rúmgott, útgengi út á flíslagðar suðaustur svalir, parket á gólfi. 
Svefnherbergi 3: Rúmgott, með fataskáp, parket á gólfi. 
Svefnherbergi 4: Rúmgott, með fataskáp, parket á gólfi. 
Baðherbergi: Rúmgott, með góðri innréttingu, baðker og sturta, flísalagt í hólf og gólf. 
Þvottahús: Inn af forstofu, flísar á gólfi. 
Gestasnyrting: Rúmgott, innrétting, flísar á gólfi. 
Geymsla: Rúmgóð, með skápum og vinnuborði, flísar á gólfi. 
Bílskúr: Er 21 fm. og er staðsettur í Básbryggju 5 (merktur 0105), heitt og kalt vatn, hiti, málað gólf. Innangengt er í bílskúrinn úr sameign á Básbryggju 5. 
Sameign: Snyrtileg sameign með sameiginlegri vagna- og hjólageymslu á jarðhæð. 
Húsið: Básbryggju 5, 7 og 9 er hannað af Birni Ólafssyni arkitekt og er á fjórum hæðum. Húsið er staðsett á frábærum stað í suðaustur jaðri Bryggjuhverfis með útsýni.  Í Básbryggja 7 eru sjö íbúðir. 
Lóðin:  Sameiginleg 1806 fm. lóð.  Aðgengi að húsinu er mjög gott og á henni eru 37 sameiginleg bílastæði, þ.a. tvö bílastæði fyrir fatlaða. Íbúðinni fylgir hlutdeild í sameiginlegum skrúðgarði að Evrópskri fyrirmynd sem er í skjólinu á milli húsanna en þar er gras, tré og göngustígar.
Húsfélag: Húsfélag er fyrir Básbryggju 5,7 og 9 og eru húsgjöld þar kr. 20.726 á mánuði. Húsfélag er svo fyrir Básbryggju 7 og eru húsgjöld þar kr. 13.743 á mánuði. Húsgjöld vegna bílskúrs er kr. 933 kr á mánuði. 

Í hverfinu eru margir leikvellir og ærslabelgur skammt frá eigninni sem er vinsælt leiksvæði krakka í hverfinu. Stutt er í útivistarsvæði í Grafarvoginn, s.s. Geirsnef, Hamrana, Voginn og alla helstu þjónustu s.s. skóla og leikskóla, verslanir, veitingahús, líkamsræktarstöðvar, strætóstöðvar o.fl. 

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala, í síma 893 3276 eða holmar@helgafellfasteignasala.is.

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr.  79.980,- m/vsk.

Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

img
Hólmar Björn Sigþórsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Helgafell fasteignasala ehf.
Stórhöfði 33, 2. hæð, 110 Reykjavík
Helgafell fasteignasala ehf.

Helgafell fasteignasala ehf.

Stórhöfði 33, 2. hæð, 110 Reykjavík
img

Hólmar Björn Sigþórsson

Stórhöfði 33, 2. hæð, 110 Reykjavík
Helgafell fasteignasala ehf.

Helgafell fasteignasala ehf.

Stórhöfði 33, 2. hæð, 110 Reykjavík

Hólmar Björn Sigþórsson

Stórhöfði 33, 2. hæð, 110 Reykjavík