Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Lilja Valþórsdóttir
Hákon Ólafur Hákonarson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1977
svg
294 m²
svg
8 herb.
svg
2 baðherb.
svg
6 svefnh.
svg
Þvottahús

Lýsing

PRODOMO Fasteignasala kynnir í einkasölu glæsilegt mikið endurnýjað einbýlishús á tveimur hæðum við Brekkustíg í Njarðvík, Reykjanesbæ.

* Eldhús og bæði baðherbergi hafa verið endurnýjuð
* Gluggar hafa verið endurnýjaðir ásamt svalahurð á neðri palli á efri hæð.
* Rafmagnstafla hefur verið endurnýjuð ásamt tenglum og lýsingu í loftum. Led lýsing í loftum á efri hæð.
* Gólfefni endurnýjuð
* Nýjar hurðar á neðri palli, einnig ný bílskúrshurð og útgönguhurð í bílskúr.


Nanari lýsing:
Rúmgóð forstofa með flísum á gólfi, þar er hátt til lofts. Stigi upp og skápur. Annar inngangur er við hlið forstofu með flísum á gólfi og skóhillum, þaðan er aðgengi að neðri hæð og bílskúr. 

Efri hæð:
Stofa og sjónvarpsrými
með parketi á gólfi, arin er í stofu. Þaðan er rennihurð út á rúmgóðar svalir.
Eldhús er með stílhreinni hvítri sérsmíðaðri innréttingu, ofn í vinnuhæð, innbyggð uppþvottarvél og ísskápur. Span helluborð og háfur. Við borðkrók eru svartir skápar. Gott skápa og vinnupláss.
Borðstofa með parketi á gólfi og útgengt út á suðursvalir. 
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og góðum fataskáp. 
Barnaherbergi með parketi á gólfi og fataskáp. 
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum að mestu. Þar er hvít innrétting, upphengt salerni, handklæðaofn og sturta með innbyggðum tækjum.
Hringstigi er af gangi niður á neðri hæð.
 
Neðri hæð:
Sjónvarpshol 
með parketi á gólfi, hurð út á baklóð.
Svefnherbergin eru þrjú á neðri hæð, parket á gólfum í þeim öllum og fataskápar.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að hluta. Þar er stílhrein svört innrétting, upphengt salerni, handklæðaofn og sturta með innbyggðum tækjum. Hitaveitugrind er á baði.  
Geymsla er undir stiga.
Þvottahús með epoxy á gólfi, hvít innrétting þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Gott skápapláss. Útgengt út á baklóð. 
Bílskúr er með epoxy á gólfi, þar eru góðir skápar og búið að útbúa aukaherbergi í enda bílskúrs. 

Lóð er frágengin á snyrtilegan hátt. Innkeyrsla er steypt. Á baklóð er góð verönd með heitum potti. Þar er einnig geymsluskúr.
Góð staðsetning þar sem stutt er í skóla, íþróttamannvirki og flesta þjónustu.


Allar nánari upplýsingar veita Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða lilja@prodomo.is og Hákon Ó. Hákonarsson Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 899-1298 eða hakon@prodomo.is

​​​​​​Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRODOMO fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.


 

img
Lilja Valþórsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
PRODOMO fasteignasala
Hafnargötu 15, 230 Keflavík
PRODOMO fasteignasala

PRODOMO fasteignasala

Hafnargötu 15, 230 Keflavík
phone
img

Lilja Valþórsdóttir

Hafnargötu 15, 230 Keflavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
8. nóv. 2015
32.600.000 kr.
47.900.000 kr.
294 m²
162.925 kr.
16. feb. 2008
28.530.000 kr.
23.200.000 kr.
294 m²
78.912 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
PRODOMO fasteignasala

PRODOMO fasteignasala

Hafnargötu 15, 230 Keflavík
phone

Lilja Valþórsdóttir

Hafnargötu 15, 230 Keflavík