Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Björn Davíðsson
Vista
einbýlishús

Víðimýri 4

600 Akureyri

98.300.000 kr.

481.863 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2151797

Fasteignamat

64.500.000 kr.

Brunabótamat

73.700.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1953
svg
204 m²
svg
8 herb.
svg
3 baðherb.
svg
6 svefnh.
svg
Þvottahús

Lýsing

Fasteignasalan Hvammur 466 1600
Víðimýri 4 - Fallegt og mikið endurnýjað 8 herbergja einbýlishús á rólegum stað á Brekkunni - Stærð 204,0 m²
Falleg og gróin lóð með hellulögðu bílaplani, timbur verönd með heitum potti og tveir geymsluskúrar

** Skoða skipti á minni eign **


Eignin skiptist með eftirtöldum hætti,
Miðhæð, 80,1 m²:
Forstofa/aðalinngangur, hol, eldhús, stofa og borðstofa, baðherbergi, svefnherbergi og auka inngangur á norðurhliðinni.
Ris, 43,8 m² en nýtanlegir fermetrar eru fleiri: Hol, þrjú svefnherbergi og snyrting.
Kjallari, 80,1 m²: Hol, tvö herbergi, snyrting, þvottahús, geymsla og bakinngangur.

Forstofa er með ljósum flísum á gólfi og gólfhita. Annar inngangur er á norðurhlið hússins, þar er flísar á gólfi og teppalagður stigi niður í kjallara. 
Eldhús, nýleg (2022) hvít innrétting með ljósri bekkplötu og flísum á milli skápa. Ísskápur og uppþvottavél eru innfelld í innréttingu og fylgja með við sölu eignar. Ljósar flísar á gólfum og gólfhiti.  
Stofa og borðstofa eru í opnu rými með ljósu eikar parketi á gólfi og gluggum til þriggja átta.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, spónlagðri innréttingu, wc, sturtu, handklæðaofni og opnanlegum glugga. Hiti er í gólfi.
Tvær snyrtingar eru í húsinu, ein í risi með flísum á gólfi og hluta veggja og hvítri innréttingu og önnur í kjallara, óinnréttuð. 
Svefnherbergin eru 6, tvö ágætlega rúmgóð í kjallara, eitt á miðhæðinni með parketi á gólfi og lausum fastaskáp og þrjú í risinu, öll með parketi á gólfi. Stór fataskápur með rennihurðum er í hjónaherbergi og á bakvið skápinn er geymslurými undir súð. 
Kjallarinn skiptist í forstofu, hol, tvö svefnherbergi, snyrtingu, geymslu og þvottahús og er hann tilbúin undir málningu og gólfefni.
Miklar endurbætur hafa verið unnar í kjallaranum á síðustu mánuðum og má segja að hann sé tilbúin fyrir málningu og gólfefni. Lagður var gólfhiti í öll rými nema geymslu, stærstur hluti útveggja einangraður að innan og múraður, lagðar nýjar raflagnir í veggi o.fl. Öll gólf í kjallaranum eru flotuð. Gert er ráð fyrir að setja sturtu í þvottahúsinu og eru allar lagnir til staðar fyrir það.


Annað
- Drenað var með öllum hliðum hússins og það einangrað að utan árið 2024.
- Frárennsli var endurnýjað árið 2024 undir húsi og að lóðarmörkum í austur, steypt rör fengu að halda sér að hluta en þau þrædd með nýjum plaströrum.
- Inntök fyrir vatn og rafmagn endurnýjuð árið 2024.
- Ofnakerfi er lokaðkerfi með varmaskipti.
- Ljósleiðari er kominn inn og tengdur.
- Nýr þakpappi, nýtt járn og ný kvistklæðning var sett árið 2016.
- Bílaplan og stétt að aðalinngangi er hellulagt og með hita í, lokað kerfi.
- Timburverandir eru við austur, suður og vesturhlið hússins. Heitur pottur/skel er á verönd á baklóðinni. 
- Tveir geymsluskúrar eru á baklóðinni, annar á steyptri plötu. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
19. mar. 2020
39.650.000 kr.
59.000.000 kr.
204 m²
289.216 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone