Lýsing
Glæsileg 2ja herbergja 56 fm íbúð í fjölbýli við Skipholti 70 í Reykjavík. Um er að ræða íbúð á þriðju og efstu hæð með mikilli lofthæð og stórum gluggum, í endurnýjuðu lyftuhúsi en byggt var ofan á eldra verslunarhúsnæði árið 2017. Húsið er staðsett í grónu hverfi þar sem blandað er saman íbúðum og þjónustu, öll helsta þjónusta í næsta nágrenni. Bílastæði eru sameiginleg á lóð hússins.
SMELLTU HÉR OG FÁÐU SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS - Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnarsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 694 4112 eða freyja@landmark.is
Birt stærð eignarinnar er 56 fm skv Fasteignaskrá Íslands (merkt 01 0304).
Íbúðin skiptist í: forstofu, svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Geymsla íbúðar er innaf svefnherbergi (einnig nýtt sem fataherbergi).
Nánari lýsing eignar:
Stofa og eldhús er í björtu alrými með mikilli lofthæð og stórum gluggum, útgengt á svalir úr stofu. Einnig eru um 92 fm sameiginlegar þaksvalir á sömu hæð.
Eldhús er með mosaíkflísum á milli efri og neðri skápa, tengi fyrir uppþvottavél (uppþvottavél fylgir) og keramik helluborð. Sérsmíðuð innrétting úr lökkuðum krossvið, borðplata úr stáli.
Svefnherbergi er innaf stofu, rúmgott og með útgengt á svalir. Innaf svefnherbergi er geymsla sem er einnig hægt að nýta sem fataherbergi.
Baðherbergi er mjög rúmgott, flísalagt í hólf og gólf með mósaíkflísum, rúmgóð walk in sturta með innfelldum blöndunartækjum og handklæðaofn. Einnig er mjög góð aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.
Allar innréttingar og innihurðir eru sérsmíðaðar. Gólfefni eru línólíum dúkur, harðparket og flísar. Húsið er 3ja hæða lyftuhús með 19 íbúðum og verslun á jarðhæð.
Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnarsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 694 4112 eða freyja@landmark.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat