Lýsing
Miklaborg kynnir afar fallega og mikið endurnýjaða 5 herbergja sérhæð (1.hæð) með sérinngangi í góðu tvíbýli við Kópavogsbraut 72 á þessum vinsæla stað í Kópavogi. Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús, stofu, borðstofu, baðherbergi, þvottaherbergi og fjögur rúmgóð svefnherbergi. Fasteignin er skráð sem 133 m2 íbúð samkvæmt Þjóðskrá. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð á undanförnum árum. Glæsileg eign á afar vinsælum stað á Kársnesinu í Kópavogi. Tilvalin eign fyrir stækkandi fjölskyldu.
Bókið skoðun og fáið nánari upplýsingar Katla Hanna Steed löggildur fasteignasali sími 822-1661 eða katla@miklaborg.is
Sérinngangur inn í íbúð. Komið er inn í rúmgóða forstofu sem er flísalögð. Innaf forstofu er gengið inní þvottahús.
Þvottahús með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, málað gólf og gluggi. Innaf þvottahúsi er geymsla.
Hol/gangur er flísalagður og rúmgóður sem tengir saman öll rými íbúðar. Frá holi er gengið inní svefnherbergisálmu og þaðan er einnig útgengt í garð.
Stofa og borðstofa eru samliggjandi með stórum gluggum, parket á gólfum.
Eldhús er flísalagt með stórri hvítri innréttingu með góðu skápaplássi. Tvöfaldur ofn, helluborð og háfur. Flísar á gólfi.
Svefnherbergi 1 er rúmgott með parket á gólfi og góðum fataskáp.
Svefnherbergi 2 með parket á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 3 með parket á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 4 með parket á gólfi og fataskáp.
Baðherbergið er flísalagt. Falleg innrétting, vegghengt salerni og sturta, rafmagnsgólfhiti.
Garður með útiskúr, stórum timburpalli og heitum potti.
Bílastæði þar sem gert er ráð fyrir bílskúr á teikningum.
Húsið er staðsett á vinsælum stað miðsvæðis í Kópavogi, rétt við voginn í fallegu umhverfi. Stutt er í fallegar gönguleiðir, stofnbrautir, Sundlaug Kópavogs, þjónustukjarnann í miðbæ Kópavogs, skóla og leikskóla. Virkilega falleg eign á eftirsóttum stað í Kópavogi.
Nánari upplýsingar veitir Katla Hanna Steed löggildur fasteignasali í síma 822-1661 eða katla@miklaborg.is