Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir
Sveinn Gíslason
Páll Guðmundsson
Þórarinn Arnar Sævarsson
Berglind Hólm Birgisdóttir
Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Brynjar Ingólfsson
Guðný Þorsteinsdóttir
Bjarni Blöndal
Þorsteinn Ólafs
Vista
svg

310

svg

272  Skoðendur

svg

Skráð  19. des. 2024

hæð

Digranesheiði 31

200 Kópavogur

114.900.000 kr.

519.910 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2059692

Fasteignamat

83.950.000 kr.

Brunabótamat

58.600.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1956
svg
221 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Útsýni
svg
Sérinngangur

Lýsing

Sveinn Gíslason og RE/MAX kynna 4-5 herbergja efri sérhæð með útleigueiningu í bílskúr að Digranesheiði 31 200 Kópavogi. Fallegt útsýni er til suðurs, björt og skemmtileg eign á þessum vinsæla stað í Kópavoginum. Stutt er í alla helstu þjónustu eins og leikskóla og grunnskóla ásamt íþróttasvæði HK í Digranesi. 
Allar upplýsingar veitir Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali sveinn@remax.is sími 859-5559.


Eignin er laus við kaupsamning. 

Eignin skiptist í íbúð skráða 86 fm, viðbyggingu ofan á bílskúr 69,2 fm og bílskúr skráðan 65,8 fm. Einnig fylgir eigninni óskráður geymsluskúr tæplega 10 fm á baklóð. 

Gengið er inn í forstofu með flísum á gólfi í eldri hluta hússins. Stórir forstofuskápar og hleri í lofti þar sem hægt er að fara upp í þakrými eignarinnar. Frá forstofu er gengið inn til hægri inn í millirými sem er á milli eldri hluta og viðbyggingar. Þaðan er gengið áfram inn í eldhús og síðan til vinstri inn í herbergi/stofu allt eftir hvernig eignin er nýtt. Gólfefni í eldri hlutanum eru nýlegt harðparket á gangi og herbergjum en eldra parket á eldhúsi og flísar á baðherbergi. Eldhúsið er með hvítri innréttingu og viðarbekkjum. Tengi er fyrir uppþvottavél og borðkrókur. Gengið er niður á neðri hæð eignarinnar þar sem er sameiginlegt þvottahús og geymsla. Útgengt er jafnframt úr eldhúsi og í bakgarð þar sem er hellulögð mjög skjólgóð verönd. Herbergin/stofur eru með nýlegu harðparketi á gólfi. Hægt er að breyta rýmum í tvö herbergi eða borðstofu og herbergi, allt eftir hvað hentar hverjum og einum. Baðherbergið er með ljósum flísum á veggjum og brúnum flísum á gólfi, sturtuklefa og nettri hvítri innréttingu. Gengið er upp hálfa hæð í viðbyggingu ofan á bílskúr en í rýminu á undan væri upplagt að koma upp t.d. skrifstofu eða öðru álíka. Í viðbyggingunni er stórt opið rými sem hugsað er sem borðstofa og stofa. Magnað útsýni er til suðurs úr rýminu. Harðparket á gólfi og viðarpanill á veggjum. Inn af opna rýminu er svo gengið inn í rúmgott hjónaherbergi með sér baðherbergi inn af. Baðherbergið er með ljósum flísum á gólfi og veggjum, góðu skápaplássi, "walk in" sturtu og  handklæðaofni, upphengdu salerni og snyrtilegri svartri innréttingu með innbyggðum vaski. 

Bílskúrinn er í dag innréttaður sem útleiguíbúð og hefur verið nýtt sem slík. Íbúðin skiptist í alrými með borðstofu og eldhúsi, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahúsi. Eignin er öll hin snyrtilegasta og býður upp á frábæra möguleika til tekna. 

Þetta er eign á vinsælum stað á stórri lóð sem býður upp á mikla möguleika. T.d. væri hægt að breyta skipulagi eldri hlutans á hvaða hátt sem er þar sem hæðin er úr timbri. 

Allar upplýsingar veitir Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali sveinn@remax.is sími 859-5559.


Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

img
Sveinn Gíslason
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
RE/MAX
Skeifunni 17, 108 Reykjavík
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone
img

Sveinn Gíslason

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
10. nóv. 2017
36.250.000 kr.
48.000.000 kr.
151.8 m²
316.206 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone

Sveinn Gíslason

Skeifunni 17, 108 Reykjavík