Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Marta Jónsdóttir
Þóra Birgisdóttir
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2007
svg
248,9 m²
svg
7 herb.
svg
2 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

SUNNA FASTEIGNASALA  og Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali kynna fjölskylduvænt og vandað raðhús á tveimur hæðum í einkasölu;
Árakur 11 er  248.9 fm skv. Fasteignaskrá HMS, þar af er íbúðarhlutinn 219,5 fm. og bílskúr 29,4 fm. Í húsinu eru 5 svefnherbergi. 

** Sækja söluyfirlit hér **
Eignin skiptist í: Forstofu, 5 svefnherbergi, 2 stofur, eldhús og 2 baðherbergi, sjónvarpshol og bílskúr sem innangengt er í.
Nánari lýsing; Komið er inn í flísalagða forstofu með opnum fataskáp/hengi.
Frá forstofunni er gengið inn í svefnherbergi, baðherbergi og bílskúr og þaðan áfram inn í opið alrými.
Herbergið er með glugga í norð-vestur og hentar vel sem gott unglingaherbergi eða skrifstofa (merkt geymsla á teikningu).
Baðherbergi á 1. hæð er flísalagt í hólf og gólf með góðri sturtuaðstöðu, upphengdu salerni og innréttingu með handlaug.
Eldhús, stofa og borðstofa eru í opnu og björtu alrými með góðum gluggum mót suð-austur.
Eldhús er með hvítri innréttingu frá HTH með miklu skúffuplássi og góðri vinnuaðstöðu, innfelld uppþvottavél. Eyja með skúffum öðru megin og aðstöðu til að sitja við fyrir 3-4 skilur að eldhúsið og borðstofuna.
Stofur; Borðstofa er í góðu flæði við eldhúsið og stofuna.
Stofan er rúmgóð með gólfsíðum gluggum, frá henni er gengið út á afgirta timbur verönd og skjólgóðan garð í suð-austur sem er algjör sælureitur.
Efri hæð : Á hæðinni eru í dag 4 herbergi auk sjónvarpshols, baðherbergis og þvottahúss.
Hjónaherbergi er rúmgott (26.3 f,) með sér fataherbergi / fataskápum, útgengt er á suð-austur svalir frá hjónaherberginu.
Þrjú barnaherbergi á efri hæð með parketi á gólfum.
Sjónvarpsholið er notalegt rými fyrir miðri hæðinni. Skipulagi efri hæðar hefur verið breytt frá upphaflegu teikningunni, þ.e.a.s. útbúið var herbergi þar sem merkt er sjónvarpsherbergi og sömuleiðis var annað af barnaherbergjum minnkað og komið fyrir sjónvarpsholi þar. Góð breyting sem bætir nýtingu verulega.
Á hæðinni er stórt og rúmgott baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, þar er hvortveggja baðkar og góð sturta, innrétting fyrir handlaug og gott skápapláss.
Þvottahús er flísalagt með innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara.
Innangengt er í rúmgóðan flísalagðan bílskúr (29,4 fm) frá forstofu, hann er með heitu og köldu vatni og góðum vaski, og nýtist vel sem bæði geymslurými og bílskúr.
Þetta er vel staðsett eign í fjölskylduvænu hverfi miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem stutt er í skóla, leikskóla og íþrótta- og tómstundastarfsemi, nýlega verslun Krónunnar og aðra þjónustu.
Nánari lýsing eignarinnar: Nánari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali, í síma 7772882, tölvupóstur thora@sunnafast.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

img
Þóra Birgisdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Sunna fasteignasala
Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík
Sunna fasteignasala

Sunna fasteignasala

Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík
img

Þóra Birgisdóttir

Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
20. mar. 2015
68.050.000 kr.
67.500.000 kr.
248.9 m²
271.193 kr.
28. jún. 2010
46.650.000 kr.
36.000.000 kr.
248.9 m²
144.636 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Sunna fasteignasala

Sunna fasteignasala

Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík

Þóra Birgisdóttir

Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík