Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Elín Káradóttir
Hrönn Bjargar Harðardóttir
Vista
fjölbýlishús

ALDINMÖRK 8 ÍBÚÐ 103

810 Hveragerði

56.900.000 kr.

712.140 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2506255

Fasteignamat

52.350.000 kr.

Brunabótamat

47.350.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2019
svg
79,9 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Sérinngangur
svg
Lyfta

Lýsing

BYR fasteignasala kynnir í einkasölu ALDINMÖRK 8 ÍBÚÐ 103, 810 Hveragerði. Fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi í Edenbyggð Hveragerði. Stutt í alla almenna þjónustu s.s. skóla og leikskóla. Smellið hér fyrir staðsetningu. 
ALDINMÖRK 8 ÍBÚÐ 103, fyrsta hæð til vinstri. Íbúð 76,4 m² og geymsla 3,5 m² samtals 79,9 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag íbúðar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Í sameign er sér geymsla og vagna- og hjólageymsla. 

Nánari lýsing: 
Anddyri með fataskáp.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, útgengt er úr alrými út á hellulagða verönd. 
Eldhús, sérsmíðuð innrétting, AEG sjálfhreinsandi blástursofn í vinnuhæð, spanhelluborð og þunn útdraganleg vifta sem fellur upp undir efri skáp. Stálvaskur og Grohe blöndunartæki eru í eldhúsinu og innbyggð LED lýsing undir efri skápum.
Hjónaherbergi er með fataskápum yfir heilan vegg. 
Barnaherbergin eru tvö bæði með tvöföldum fataskáp. 
Baðherbergi, flisar á gólfi og á veggjum í sturtu, upphengt salerni, vaskinnrétting, speglaskápur, Grohe blöndunartæki.  
Þvottaaðstaða er á baðherbergi, sérmíðaður skápur fyrir þvottavél og þurrkara.
Gólfefni: Harðparket er á alrými og svefnherbergjum. og í stofu. Flísar á anddyri og baðherbergi.

Sér geymsla er í sameign í kjallara. 
Í sameign í kjallara er vagna- og hjólageymsla og inntaksrými. Lyftan fer niður í kjallara. 

Nánar um húsið, T.ark arkitektar eru aðalhönnuðir hússins. Aldinmörk 8 er þriggja hæða fjölbýli, í húsinu eru 9 íbúðir, þjár á hverri hæð. Húsið er staðsteypt og klætt að utan með málm - og timburklæðningu. 
Lyfta er í húsinu sem tengir kjallara og hæðirnar þjár. Sér inngangur er íbúðina. Sameiginleg lóð er frágengin, sorptunnuskýli. 
Miðlægt torg er á milli húsanna á svæðinu þar sem eru fjögur lítil gróðurhús sem íbúar svæðisins geta leigt af sveitarfélaginu til eigin nota. Lóð er sameiginleg 654,1 m² leigulóð. Bílastæði eru í sameign. Húsfélag er starfrækt í eigninni. 

Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 250-6255.

Stærð: Íbúð 76,4 m². Geymsla 3,5 m² Samtals 79,9 m².
Brunabótamat: 47.350.000 kr.
Fasteignamat:  52.350.000 kr.
Byggingarár 2019.
Byggingarefni: Steypa.


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - byr@byrfasteignasala.is 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – elin@byrfasteignasala.is
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - hronn@byrfasteignasala.is
Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir, löggiltur fasteignasali - silla@byrfasteignasala.is

Opið alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.

Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.        
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi -  0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga  / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 7, 810 Hveragerði - Miðvangur 2-4, 700 Egilsstaðir | Byr fasteignasala

Byr fasteignasala

Byr fasteignasala

Austurmörk 7, 810 Hveragerði
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
6. ágú. 2020
48.750.000 kr.
37.800.000 kr.
10103 m²
3.741 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byr fasteignasala

Byr fasteignasala

Austurmörk 7, 810 Hveragerði