Húseigendafélagið

Eignaskiptayfirlýsingar
Borist hafa nokkrar fyrirspurnir til Húseigendafélagsins um gerð og efni eignaskiptayfirlýsinga í eldri húsum þar sem fyrir hendi eru gamlir skiptasamningar sem ekki eru alls kostar réttir né í fullu samræmi við gildandi reglur um eignaskiptayfirlýsingar. Er spurt hvort nauðsyn beri til og skylt að láta gera nýjar eignaskiptayfirlýsingar í slíkum tilvikum...
Lesa meira >
febrúar 11, 2025

Um byggingarleyfi
Byggingarleyfi er leyfi eða heimild sveitarfélags til tiltekinna framkvæmda. Almennt séð þarf að sækja um byggingarleyfi fyrir öllum nýjum mannvirkjum, viðbyggingum og breytingum húss, til dæmis er varðar útlit, burðarkerfi og lagnakerfi. Mannvirki hefur verið skilgreint sem hvers konar jarðföst, manngerð smíð, svo sem hús og aðrar byggingar eða skýli...
Lesa meira >
febrúar 11, 2025

Hvað þarf seljandi að hafa í huga við kaup á fasteign?
Við sölu á fasteign er seljandi oft að selja sína stærstu fjárfestingu. Þá er seljandi oft bundinn eigninni tilfinningaböndum, sérstaklega ef hann hefur búið í eigninni í lengri tíma. Það er aðilum oft þungbært þegar upp kemur ágreiningur vegna fasteignaviðskipta og því mikilvægt að vanda sig í og við sölu fasteignar...
Lesa meira >
febrúar 11, 2025

Hvað þarf kaupandi að hafa í huga við kaup á fasteign?
Fasteignakaup eru oft stærstu viðskipti sem einstaklingar eiga í á ævinni. Þá er gjarnan aleigan undir og því mikilvægt að fara að með gát. En hverju þarf kaupandi helst að huga að í aðdraganda fasteignakaupa?...
Lesa meira >
febrúar 11, 2025

Réttarstaða kaupenda vegna galla í nýbyggingu
Ágreiningur í fasteignaviðskiptum hvað varðar galla eru mál sem rata oft inn á borð Húseigendafélagsins. Hvort fasteign teljist gölluð eða ekki er afar flókið viðfangsefni og hefur fjöldi dómsmála fallið á því sviði. Mikilvægt er að gera greinarmun á göllum annars vegar og öðrum annmörkum á fasteign...
Lesa meira >
febrúar 11, 2025

Húsfélög í fjöleignarhúsum
Auðsjáanlegt er að ýmsum málum í fjöleignarhúsi verða eigendur þess að ráða í félagi. Það er þess vegna sem kveðið er á um rétt og skyldu eiganda til að vera í húsfélagi í lögum um fjöleignarhús, en yfirlit yfir helstu réttindi og skyldur eiganda í fjöleignarhúsi er að finna í lögunum...
Lesa meira >
febrúar 11, 2025

Galli í fasteignakaupum
Um fasteignaviðskipti milli aðila gilda lög um fasteignakaup. Þau hafa að geyma ítarleg ákvæði um réttindi og skyldur kaupanda og seljanda, svo og um úrræði aðila ef viðsemjandi vanefnir skyldur sínar...
Lesa meira >
febrúar 11, 2025

Helstu hugtök í fasteignaviðskiptum
Kaup á fasteign eru yfirleitt meðal stærstu fjárfestinga fólks á lífsleiðinni og oftar en ekki liggur aleiga fólks í fasteignum þeirra. Skiljanlegt er því að ýmiss konar vangaveltur, ágreiningsefni og margþætt lögfræðileg álitaefni vakna við kaup og sölu á fasteignum. Hafa samningar um fasteignakaup mikla þýðingu hér á landi enda er hin almenna regla á Íslandi, að einstaklingar eigi það húsnæði, er þeir búa í. Húseigendafélagið fær til sín fjölmarga félagsmenn á ári hverju sem þurfa aðstoð við kaup og sölu fasteigna en í þessari grein verður gerð grein fyrir helstu hugtökum í fasteignaviðskiptum...
Lesa meira >
febrúar 11, 2025

Sala á sameign fjöleignarhúss
Fjöleignarhús skiptast í séreignir og sameign. Séreign er sá hluti húss, lóðar eða búnaðar sem þinglýstar heimildir tilgreina svo. Undir séreign í fjölbýlishúsi fellur íbúð en einnig t.d. sérgeymslur, bílskúrar, svo og sérbílastæði á lóð eða í bílageymslu. Til sameignar telst allt það sem ekki er ótvírætt í séreign. Má þar nefna ytra byrði húss og burðarvirki þess, sameiginlega lóð og allt húsrými, hverju nafni sem það nefnist, sem ekki telst séreign, svo sem gangar, stigar, geymslur, kyndiklefar, þvottahús, tómstundaherbergi, vagna- og hjólageymslur, háaloft o.s.frv. Með vísan til þessa er óhjákvæmilega alltaf einhver sameign í fjöleignarhúsi...
Lesa meira >
febrúar 11, 2025