Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1951
164 m²
4 herb.
2 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Útsýni
Sérinngangur
Lýsing
Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala
Sólvellir 9
Skemmtileg 5 herbergja parhúsíbúð á tveimur hæðum með tveimur baðherbergjum, ásamt stakstæðum bílskúr en samtals er eignin 164 fm. þar af bílskúr 36 fm. Grunnskóli er í næsta nágrenni og stutt er í ýmiskonar verslun og þjónustu.
Eignin skiptist í á neðri hæð anddyri, gang, þrjú svefnherbergi, þvottahús, geymslu og baðherbergi. Á efri hæð, eldhús, stofu, baðherbergi og svefnherbergi.
Anddyri er með flísum á gólfi og opnu fatahengi undir stiga. Hiti er í gólfum bæði í anddyri og á gangi sem er flísalagður.
Svefnherbergi eru þrjú á neðri hæð öll með parketi á gólfi.
Þvottahús er flísalagt með hita í gólfi og inn af þvottahúsi er lítið vel skipulagt baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með sturtuklefa, upphengdu salerni og skápum. Þar er einnig hiti í gólfi. Útgengt er úr þvottahúsi út á verönd og í stóran garð sem snýr til vesturs.
Geymsla er með dúk á gólfi og opnanlegum glugga.
Stigi milli hæða er parketlagður með fallegum glugga sem veitir góða birtu
Eldhús er á efri hæð er flísalagt með hita í gólfi. Stæði fyrir uppþvottavél er í eldri vel með farinni innréttingu og við enda hennar er lítill eldhúskrókur.
Á gangi er parket á gólfi og þaðan er gengið út á litlar svalir sem snúa til suðurs. Hurðin út á svalir er tvískipt svo hægt er að opna aðeins efri hluta hennar.
Stofa er með parketi og útsýni til austurs í átt að Vaðlaheiði.
Svefnherbergi á efri hæð er parketlagt og snýr til vesturs. Það var áður opið á milli stofu og svefnherbergis sem þá var önnur stofa. Lokað var fyrir gatið en parket er undir veggnum og því hægt að opna aftur á milli.
Baðherbergi er flísalagt með hita í gólfum, þar er baðkar með sturtutækjum og góð innrétting ásamt upphengdu salerni.
Bílskúr er stakstæður með rafmagnshurð og steyptu ómáluðu gólfi. Einnig er inngönguhurð á norðurhlið.
Annað:
-Búið er að byggja timburskjólveggi um verönd, setja niður hitaveituskel, leggja frárennsli frá potti að húsi (ekki búið að tengja) og bora út úr húsi og undir steypta stétt fyrir vatni. Pottastýring fylgir líka.
-Til timbur í skjólvegg milli lóða sem er skipt eftir miðju húsinu
-Stór garður
-Bílskúr er hitaður með affalli húss og vatnið af bílskúr hitar stæði fyrir framan bílskúr.
-Flísar milli efri og neðri skápa ásamt bekkplötu í eldhúsi málað
-Rafmagnstafla yfirfarin og þriggja fasa rafmagn
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:
olafur@byggd.is
greta@byggd.is
bjorn@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
1. jún. 2021
42.950.000 kr.
47.300.000 kr.
164 m²
288.415 kr.
2. apr. 2019
39.700.000 kr.
44.000.000 kr.
164 m²
268.293 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025