Lýsing
Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit en allar frekari upplýsingar veitir Þórey í síma 663 2300 eða gegnum thorey@landmark.is
Birt stærð eignar samkvæmt HMS er 231,9 fm en þar af er bílskúr 27,2 fm.
Nánari lýsing neðri hæðar:
Forstofa, flísalögð með góðum fataskáp.
Baðherbergi, flísalagt að hluta með gólfhita, innréttingu, upphengdu salerni og walk-in sturtu.
Vinnuherbergi (8,2 fm), flísalagt. Hægt að nýta sem svefnherbergi en skráð sem geymsla á teikningum.
Eldhús með góðri innréttingu og stein á borðum, mikið skápapláss, innbyggð tæki og bakaraofn í vinnuhæð. Flísar á gólfi.
Stofa og borðstofa í björtu og opnu rými, parket á gólfi og útgengt á afgirta verönd.
Bílskúr (27,2 fm), innangengt frá forstofu.
Steypur parketlagður stigi á milli hæða, gler- og stálhandrið.
Nánari lýsing efri hæðar:
Sjónvarpsherbergi (17 fm), mjög bjart og rúmgott, parket á gólfi og útgengt á NV svalir (10,2 fm). Hægt að loka þessu rými af og bæta við svefnherbergi.
Hjónaherbergi með fataherbergi (24,1 fm), parket á gólfi og útgengt á SA svalir (12,8 fm)
Barnaherbergi I (16,4 fm) með fataskáp, parket á gólfi.
Barnaherbergi II (18,8 fm) með fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi, flísalagt í hólf í gólf með gólfhita, innréttingu, upphengdu salerni, baðkari og walk-in sturtu.
Þvottahús, flísalagt með gólfhita og innréttingu
Húsið er klætt með láréttri báraðri málmklæðningu og keramik flísum. Allur frágangur að utan tryggir lágmarksviðhald. Þakplata (filigran með ásteypulagi) er einangruð með plasteinangrun sem er varin með þakdúk sem haldið er niðri með harpaðri möl. Gluggar eru úr timbri og áli og eru glerjaðir með tvöföldu K-gleri (aukið einangrunargildi). Svalahandrið eru úr hertu gleri. Lóð fullfrágengin með hellulagðri innkeyrslu með snjóbræðslu. Afgirt með skjólvegg nv baklóð með nýlegum timburpalli.
Allar frekari upplýsingar veiti ég í síma 663 2300 eða gegnum thorey@landmark.is en eins má finna umsagnir viðskiptavina minna á www.thorey.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat