Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurbjörg Sigfúsdóttir
Sigurpáll Árni Aðalsteinsson
Helgi Steinar Halldórsson
Upplýsingar
svg
Byggt 1981
svg
190,4 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr

Lýsing

Kasa fasteignir - 461-2010

Búðarsíða 5 - Virkilega vandað og vel skipulagt 190,4 fm 5 herbergja einbýlishús með bílskúr á rólegum stað innarlega í botnlanga við Búðasíðu í Síðuhverfi. 

Eignin skiptist í forstofu, gestasalerni, stofu, eldhús, sjónvarpshol, baðherbergi, 3 svefnherbergi, gang, þvottahús, búr, herbergi inn af bílskúr sem er skráð geymsla og bílskúr ásamt tveim sólpöllum.


Forstofa: Rúmgóð forstofa með góðu skápaplássi og flísum á gólfi.
Gestasalerni: Er inn af forstofu, þar eru lítil innrétting með vaski og salerni. Flísalagt í hólf og gólf.
Eldhús: Rúmgott rými með miklu skápa og skúffuplássi. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Bakaraofn og örbylgjuofn. Mjög gott bekkjarpláss. Í eldhúsi er pláss fyrir rúmgott eldhúsborð. 
Stofa: Gengið er niður 2 tröppur í stofuna. Stór skápur með glerhurðum skilur að stofu og eldhús. Stofan er með parketi á gólfi og klæddu lofti. Arinn er í stofu.
Sjónvarpshol: Er með sérsmíðaðri innréttingu fyrir sjónvarp. Í innréttingunni er gott skápapláss. Parket á gólfi. Út frá rýminu er gengið á suð-vestur sólpall.
Gangur: Er með parketi á gólfum.
Svefnherbergi Eru þrjú á ganginum. Öll með rúmgóðum fataskápum og parketi á gólfum. Búið er að sér smíða sjónvarpsinnréttingu í annað barnaherbergið og skrifstofu innréttingu í hitt barnaherbergið.
Baðherbergi: Var gert upp fyrir nokkrum árum. Sérsmíðaðar hvítar innréttingar með góðu skúffu og skápa plássi. Sturta með sturtuglerjum og vegghengt salerni. Rýmið er allt flísalagt með granít flísum.
Þvottahús: Góð innrétting með miklu skápaplássi. Pláss fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Gengið er út á norðursólpall úr þvottahúsi. Þar er útisturta og heitur pottur.
Búr: Hillur á veggjum og flísar á gólfi.
Herbergi inn af bílskúr: Rýmið er teiknað sem geymsla en er í dag innréttað sem herbergi með góðum fataskáp og parketi á gólfum. Opnanlegur gluggi er á herberginu.
Bílskúr: Mikið af sérsmíðuðum innréttingum eru í bílskúr. Í innréttingunni er pláss fyrir tvöfaldann ísskáp. Gott bekkjar og geymslupláss er í innréttingunni. Flísar á gólfi og hluta af veggjum. Tengi fyrir rafbíl er í bílskúr. Nýleg rafdrifin bílskúrshurð sem og gönguhurð til hliðar.

- Virkilega vönduð eign.
- Allar innréttingar eru sérsmíðaðar inn í eignina.
- Skipt var um þak fyrir einhverjum árum.
- Búið er að endurnýja gler í gluggum.
- Búið er að endurnýja útidyrahurið sem og bílskúrshurð.
- Suð-vestur verönd er með steyptum veggjum og timbur gólfi.
- Norður verönd er með rafmagns heitum potti og útisturtu.
- Möguleiki á að fá hluta af innbúi með við sölu.
- Steypt bílaplan.

- Stutt í leik- og grunnskóla.
- Róleg gata á frábærum stað.

Nánari upplýsingar veita:
Helgi Steinar á helgi@kasafasteignir.is eða í síma 666-0999.
Sigurpáll á sigurpall@kasafasteignir.is eða í síma 696-1006.
Sibba á sibba@kasafasteignir.is eða í síma 864-0054.

img
Helgi Steinar Halldórsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Kasa fasteignir
Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
Kasa fasteignir

Kasa fasteignir

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
phone
img

Helgi Steinar Halldórsson

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
Kasa fasteignir

Kasa fasteignir

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
phone

Helgi Steinar Halldórsson

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri