Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurbjörg Sigfúsdóttir
Sigurpáll Árni Aðalsteinsson
Helgi Steinar Halldórsson
Upplýsingar
svg
Byggt 1976
svg
206,6 m²
svg
8 herb.
svg
3 baðherb.
svg
6 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Útsýni

Lýsing

Kasa fasteignir 461-2010
 
Brattahlíð 4 - Vel skipulagt einbýlishús með tveim leiguíbúðum á jarðhæð. Aðal íbúðarhlutinn er 4 herbergja og er allur á efrihæð,  búið er að breyta skipulagi á neðrihæð þannig að þar eru tvær leigueiningar. Eignin er skráð 206,6 fm en er talsvert stærri vegna stækkunar á neðrihæð.

Efrihæð skiptist í forstofu, stofu, eldhús, sjónvarsphol, hol, baðherbergi og þrjú svefnherbergi ásamt timburverönd.
Neðrihæð skiptist í forstofu, þvottahús og tvær leiguíbúðir, önnnur 3 herbergja og hin 2 herbergja.


Efrihæð
Forstofa: Þar eru flísar á gólfum og opið fatahengi.
Hol: Þar er flísar á gólfum.
Eldhús: Rúmgóð innrétting með miklu skápa, skúffu og bekkjarplássi. Bakaraofn og combi ofn í vinnuhæð, pláss fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu. Flísar á gólfum og milli skápa.
Stofa / Borðstofa: Þar er upptekið loft og stór gluggi. Parket á gólfum.
Sjónvarpshol: Skemmtilegt rými þar sem gólf eru tekin niður, arinn setur skemmtilegan svip á rýmið. Út frá rýminu er gengið á rúmgóðan timbur sólpall til vesturs með heitum potti.
Baðherbergi: Hefur verið endurnýjað á smekklegan máta. Hvít innrétting með vaski og handklæðaskápur. Baðkar og sturta með strutugleri. Vegghengt salerni. Flísalagt í hólf og gólf. Opnanlegur gluggi er á baðherberginu.
Hjónaherbergi: Er með parkeri á gólfum og góðum fataskáp.
Barnaherbergi: Eru tvö á hæðinni, bæði með fataskápum og parketi á gólfum.
Stigi: Teppalagður stigi er á milli hæða, gengið er niður á neðrihæðina úr holi. 

Neðrihæð
Forstofa: Sameiginleg forstofa er á neðrihæð fyrir allar þrjár íbúðirnar í húsinu.
Þvottahús: Flísalagt rými með skúffum og skápum. Inn af þvottahúsi er gengið inn í minni leiguíbúðina.
Leiguíbúð 1: Skiptist í eldhús, tvö herbergi, baðherbergi og setu stofu.
Leiguíbúð 2: Skiptist í lítinn eldhúskrók, baðherbergi og rúmgott herbergi. Þessi hluti eignarinnar var áður bílskúr og útgrafið rými en var breytt í íbúð árið 2020.

- Bílskýli fyrir einn bíl og rúmgott bílaplan.
- Gróinn og fallegur garður.
- Góður pallur fyrir framan inngang á efrihæð
- Búið að skipta um gler í stofu og herbergjum á efrihæð.
- Geymsluskúr á lóð gerður 2021.

Nánari upplýsingar veita:
Sigurpáll á sigurpall@kasafasteignir.is eða í síma 696-1006.
Helgi Steinar á helgi@kasafasteignir.is eða í síma 666-0999.
Sibba á sibba@kasafasteignir.is eða í síma 864-0054.
 

img
Sigurpáll Árni Aðalsteinsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Kasa fasteignir
Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
Kasa fasteignir

Kasa fasteignir

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
phone
img

Sigurpáll Árni Aðalsteinsson

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
Kasa fasteignir

Kasa fasteignir

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
phone

Sigurpáll Árni Aðalsteinsson

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri