Lýsing
Íbúðin er á 2. hæð í litlu fjölbýlishúsi í hjarta gamla bæjarins og í göngufæri frá matvörubúðum, litlum verslunum, veitingastöðum og almenningssundlaug. Engin lyfta er í húsinu.
Íbúðin er öll nýuppgerð, en árið 2022 var rafmagn endurnýjað og vatnslagnir innan íbúðar sömuleiðis. Skipt var um gólfefni, glugga og hurðir, innihurðir, loftljós, eldhúsinnréttingu og var borðplötum skipt út fyrir granít borðplötu. Þá var skipt um innréttingar og tæki á baði. Loftkæling er í stofu sem þjónar íbúðinni allri. Í henni eru þrjú góð svefnherbergi, eitt þeirra með litlum svölum; baðherbergi með sturtu og samliggjandi eldhús og stofa með útgengi á litlar svalir. Beint fyrir utan þær er Plaza Nova torgið þar sem einu sinni stóð kirkjan Santa Maria. Einn veggur kirkjunnar stendur enn og telst til fornminja. Mjög fallegt útsýni er af litlu svölunum og sést alla leið til sjávar. Yfir sumartímann er gjarnan líf á torginu þegar kvöldar, krakkar að leika sér og fullorðnir hittast til að spjalla.
Bærinn Jijona er þekktur fyrir framleiðslu á ís og svokölluðu Turron, sem líkist núggat og er í grunninn búið til úr möndlum og hunangi. Tæplega 8.000 manns búa í bænum. Þar eru fáir ferðamenn og lítil enska töluð. Það tekur um 35 mín. að keyra á flugvöllinn frá Jijona, 25 mín. á næstu strönd og í miðborg Alicante.
Fastur kostnaður:
Hússjóður – 150 EUR á ári
Fasteignaskattur – 177 EUR á ári
Kostir:
Yndislegur, spænskur bær.
Markaður á aðalgötunni á þriðjudögum.
Mjög gott loftslag og lítill raki.
Rólegheit.
Mikið af gönguleiðum í nágrenninu.
Fínar strætósamgöngur í nágrannabæi og niður á strönd (Sant Joan d´Alacant).
Gott að hafa í huga:
Mjög litlar svalir og engin önnur útiaðstaða tilheyrir íbúðinni.
Þrif á sameign 2-4 sinnum á ári.
Engin lyfta er í húsinu.
Miklar brekkur og tröppur í bænum sem þarf að ganga.
Almenningssundlaugin er lokuð yfir vetrartímann (október – maí).
Nánari upplýsingar veitIr Marta Jónsdóttir, s. 863-3445, marta@sunnafast.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.