Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Finnbogi Hilmarsson
Gunnlaugur A. Björnsson
Brynjólfur Snorrason
Ragnar Þorgeirsson
Sigríður Lind Eyglóardóttir
Ásdís Írena Sigurðardóttir
Elsa Björg Þórólfsdóttir
Vista
fjölbýlishús

Bjargarstígur 3

101 Reykjavík

59.900.000 kr.

1.163.107 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2006842

Fasteignamat

45.250.000 kr.

Brunabótamat

27.812.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1898
svg
51,5 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Sérinngangur

Lýsing

Frábær fyrstu kaup!
Falleg 51,5 fm íbúð í kjallara með sérinngangi í vinalegu þríbýlishúsi á eftirsóttum stað í miðbænum.

Heimili fasteignasala og Anna Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu fallega íbúð við Bjargarstíg 3 á friðsælum og rólegum stað í Þingholtunum. Bjargarstígur 3 stendur á eignarlóð og er tvílyft, bárujárnsklætt timburhús, byggt árið 1898 og nýtur verndar í appelsínugulum flokki, það er allar breytingar að utan eru háðar lögum um húsafriðun vegna aldurs. Kjallari er úr steinhleðslu sem og eldvarnarveggur milli Bjargarstígs 3 og 5. Gagngerum endurbótum á öllu húsinu og ytra byrði þess lauk fyrir fáum vikum, þak var endurnýjað, skorsteinn fjarlægður á efri hæðum, ný einangrun sett á efri hæðir, nýir gluggar, nýtt bárujárn og nýjar rennur. Gluggar og gler í kjallara eru nýleg og vel við haldið.

Nánari lýsing:
Forstofa með flísum á gólfi. Nýlegt baðherbergi með glugga, flísalögðu gólfi, handklæðaofni, wc, sturta og tengi fyrir þvottavél. Eldhús með einfaldri innréttingu. Lítil falleg stofa með parketi á gólfi og fallegum gluggum. Tvö ágætlega rúmgóð svefnherbergi. Geymsla aftan fatahengis er há og rúmgóð. Köld sérgeymsla er í skúr á lóðinni. Skorsteinn er ekki upprunalegur og má fjarlægja hann og stækka þannig íbúðina um einn fermetra eða svo.

Allar frekari upplýsingar veitir Anna Sigurðardóttir, löggiltur fasteignasali í síma 898-2017 eða á netfanginu as@heimili.is

Til fróðleiks!
Bjargarstígur 3 er með allra elstu húsum í Reykjavík, byggt af góðum efnum í klassískum timburhúsastíl af Magnúsi Guðmundssyni. Gatan, ein fárra í borginni sem frá öndverðu hefur verið kennd við konu, er kennd við Sigurbjörgu Sigurðardóttur sem bjó í torfbænum Grund sem reistur var árið 1872 skammt aftan „Stóru Grundar“, sem Bjargarstígur 3 var kallaður. Var stígurinn upp að torfbæ hennar nefndur Bjargarstígur. Í þeim torfbæ bjó um tíma móðir skáldsins Einars Benediktssonar. Sennilegt er að þangað hafi Látra-Björg komið í flakki sinni til Reykjavíkur og út í Viðey. Gatan kemur fyrst fyrir í manntali 1903. Tveimur húsum neðar bjó Hannes Hafstein og þar er nú rekið menningarsetrið og veitingastaðurinn Hannesarholt, gegnt einni af síðustu sögulegu smákjörbúðum borgarinnar, Bláhorninu. Það var hins vegar árið 1898 sem Magnús Guðmundsson reisti Stóra Bjarg, það er Bjargarstíg 3. Kjallarinn er ekki gerður að íbúð fyrr en 1918. Á byggingartímanum átti kona að nafni Níelsína Hansdóttir gamla torfbæinn og var það hún sem lét reisa húsið. Á gömlum myndum sést að húsið er það eina við götuna og á svæðinu almennt og setur húsið í dag afgerandi mark sitt á götumyndina, ásamt svonefndum „Tjarnarskóla“ með viðbyggingu gegnt Stóru Grund sem og „Litlu Grund“ sem stendur umlukin vafningsjurtum á horninu við Bergstaðastræti. Allt eru þetta rækilega uppgerð hús og byggð af sömu konu, sem auk þess byggði Bjargarstíg 5. Síðustu menjar skorsteins virka sem hluti herbergjaskiptingar en skorsteininn má fjarlægja og stækka þannig íbúðina. Upprunalegir þverbitar í lofti setja svip sinn á íbúðina og hlaðnir steinveggirnir eru með nokkuð öðrum blæ en í Alþingishúsinu, þótt smiðir hafi efalaust lært af þeim sem þar hlóðu, veggirnir eru grófari og meira í ætt við íslenskan hleðslustíl á grjótveggjum. Í herbergjunum tveimur er á þeim náttúruleg sylla með augljóst notagildi sem smáhillur. Handan götunnar tekur við annað hverfisskipulag þar sem steinsteypan tekur við og götur taka sveigjur og bugður, sem Bjargarstígur gerir reyndar líka, auk þess sem hann breytir um nafn og heitir Freyjugata og Skálholtsstígur neðar og ofar. Upp eftir götu að líta blasir við bugðan að Freyjugötu, tjörnin er í hina áttina, það djarfar fyrir Næpunni og hið glæsilega hús Skálholtsstígur 1 byrgir loks sýn eins og húsið sé stakstætt endimark og stefnumið götunnar. Varðveislu- og minjagildi Bjargarstígs 3 (stundum Stóra Grund, Litlaland eða Böðvarshús) er ótvírætt og er það eftir rækilegar endurbætur komið í upprunalegt horf og orðið að einhverju fallegasta húsi götunnar með öllum sínum sögulega sjarma. Listinn yfir það sem gert var upp er langur og voru aðgerðirnar kostnaðarsamar en við blasir að þá er fátt að gera í nánustu framtíð.

 


Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002.  Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Heimili fasteignasala

Heimili fasteignasala

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
5. sep. 2017
22.550.000 kr.
28.200.000 kr.
51.5 m²
547.573 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Heimili fasteignasala

Heimili fasteignasala

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
phone