Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Jón Guðmundsson
Guðmundur Th Jónsson
Elín D. Guðmundsdóttir
Sigríður Kjartansdóttir
Vista
hæð

Bollagata 9

105 Reykjavík

148.900.000 kr.

617.842 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2012221

Fasteignamat

131.350.000 kr.

Brunabótamat

85.950.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1943
svg
241 m²
svg
6 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallega, bjarta og vel staðsetta efri sérhæð, ris og bílskúr á þessum frábæra stað við Klambratúnið í Norðurmýrinni.  Hér er um að ræða 107,8 fermetra hæð, 74,7 fermetra efri hæð, 47,4 fermetra tvöfaldan bílskúr og 11,1 fermetra sérgeymslu í kjallara í þríbýlishúsi.  Þrennar svalir eru á eigninni og fallegt útsýni frá eldhúsi efri hæðar að Esju, Akrafjalli og Skarðsheiði.

Rishæðin bar byggð ofan á húsið árið 1984 og á þeim tíma var neðri hæð eignarinnar líka innréttuð upp á nýtt. 
Skv. upplýsingum frá seljendum voru neysluvatnslagnir og raflagnir endurnýjaðar árið 1984 og klóaklagnir undir húsi og út í brunn endurnýjaðar árið 2008.

Lýsing eignar:

Forstofa, flísalögð og þaðan bæði innangengt í kjallara hússins og teppalagður steyptur stigi upp á efri hæð.
Stigapallur, teppalagður og rúmgóður með fataskápum og útgengi á svalir til vesturs.
Hol, parketlagt og þaðan fallegur viðarstigi upp á efri hæðina.
Herbergi I, stórt, parketlagt og með fataskápum.
Herbergi II, er stúkað af innaf herbergi I og er parketlagt. Léttur veggur á milli sem auðvelt er að fjarlægja.
Þvottaherbergi, með glugga, rúmgott, lakkað gólf, skápar og vaskur.
Baðherbergi, með glugga, marmari á gólfi og flísar á veggjum, innrétting, skápur og baðkar með sturtuaðstöðu.
Herbergi III, stórt, parketlagt og með fataskápum á heilum vegg.
Vinnuaðstaða, innaf holi, parketlögð.
Herbergi IIII, stórt, parketlagt, miklir skápar og útgengi á svalir til suðurs.

Gengið er upp á efri hæð eignarinnar um fallegan viðarstiga úr holi á 2. hæð.  Aukin lofthæð er á efri hæð eignarinnar og hún mjög björt og falleg.

Stofa, stór og björt með gluggum í þrjár áttir, parketlögð og með mikilli lofthæð og fallegri viðarklæðningu í lofti.  Úr stofum er útgengi á svalir til suðurs.
Eldhús, parketlagt og bjart með gluggum í tvær áttir og góðri borðaðstöðu. Hvítar + beykiinnréttingar með tengi fyrir uppþvottavél.
Baðherbergi II, með glugga, flísalagt gólf og veggir, innrétting og sturtuklefi.
Herbergi V, stórt, parketlagt og með miklum fataskápum.

Bílskúr, er 47,4 femetrar að stærð með tveimur innkeyrsluhurðum og mótor á annarri. Bílskúr er með gluggum, göngudyrum af lóð, rafmagni, hita og rennandi heitu og köldu vatni.  Fyrir framan bílskúr er mjög stór malarborin innkeyrsla sem eingöngu er nýtt af eigendum þessarar eignar.

Í kjallara hússins eru:
Sérgeymsla, 11,1 fermetri að stærð og með glugga.
Sameiginlegt þvottaherbergi, með glugga, lakkað gólf.
Sameiginlegur kyndiklefi.

Húsið að utan lítur ágætlega út, en þó þarf t.d. að ráðast í einhver gluggaskipti og einhverjar utanhússviðgerðir sbr. skýrslu sem liggur fyrir hjá fasteignasala.

Lóðin, sem er 644,3 fermetrar að stærð og sameiginleg með öðrum eignarhlutum hússins, utan innkeyrslu, er virkilega falleg og gróin og hefur greinilega fengið góða umhirðu alla tíð.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á rólegum og eftirsóttum stað í miðborginni.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is

Fasteignamarkaðurinn

Fasteignamarkaðurinn

Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík
phone
Fasteignamarkaðurinn

Fasteignamarkaðurinn

Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík
phone