Lýsing
Trausti fasteignasala, Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur fasteignasali og Kristján Baldursson hdl og löggiltur fasteignasali kynna Byggðarenda 7, efri sérhæð í tveggja íbúða húsi ásamt bílskúr á þessum vinsæla en rólega stað í 108 Reykjavík, rétt norðan við Sogaveg. Húsið stendur við enda botnlangans og er inngangurinn á jarðhæð. Mikið útsýni er úr íbúðinni og stutt er út á stofnbrautir og í skóla, leikskóla og þjónustu.
Húsið er skráð 220,7 fm samkvæmt HMS og er bílskúrinn 23,5 fm þar af. Eignin er laus við kaupsamning.
Sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni lgfs í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrímur@trausti.is eða hjá Kristjáni Baldurssyni lgfs með tölvupósti á kristjan@trausti.is
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.
Nánar lýsing:
Komið er inn í flísalagða forstofu með góðu fatahengi og gestasnyrtingu ásamt stiga niður á næstu hæð.
Inn af forstofu eru stórar stofur og borðstofa með parketi á gólfi. Fallegur hlaðinn arinn í stofunni.
Útgengt er úr stofu í rúmgóða og bjarta sólstofu.
Svefnherbergisgangur er inn af stofu með parketi á gólfi.
Hjónaherbergið er stórt og rúmgott með góðu skápaplássi og miklu útsýni.
Herbergi II er með parketi á gólfi. Útgengt er út á svalir úr herberginu og af svölum er inngangur inn í bílskúrinn.
Herbergi III er með parketi á gólfi og fataskáp.
Herbergi IV er með parketi á gólfi.
Baðherbergið er panilklætt með sturtuaðstöðu og snyrtilegri hvítri innréttingu, flísar á gólfi.
Eldhúsið er með snyrtilegri eldri innréttingu, borðkrók og korkflísum á gólfi. Flísar á milli skápa.
Inn af eldhúsi er þvottahús og búr eða geymsla.
Í forstofunni er stigi niður á hæðina fyrir neðan þar sem er eitt stórt herbergi ásamt rúmgóðri geymslu. Úr herberginu er hurð út í garðinn.
Bílskúrinn er rúmgóður og í enda hans er hurð út á svalir íbúðarinnar.
Þak hússins var endurnýjað fyrir stuttu síðan, 2022 eða 23 að sögn seljenda.
Hér er stór og vel staðsett eign á ferðinni sem bíður upp á mikla möguleika, sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni lgfs í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrímur@trausti.is eða hjá Kristjáni Baldurssyni lgfs með tölvupósti á kristjan@trausti.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.