Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1989
196 m²
7 herb.
2 baðherb.
6 svefnh.
Sérinngangur
Lýsing
LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900
Jórutún 3, Selfossi. Í einkasölu.Um er að ræða frábært fjölskylduhús sem er 196,0 fm. að stærð en þar af er sambyggður bílskúr 38,4 fm. Húsið er á einni hæð og er byggt árið 1989 úr timbri en klætt að utan að hluta með liggjandi timburklæðningu og að hluta með bárujárni. Á þaki er bárujárn. Að innan telur húsið sex svefnherbergi þar af eitt með sér baðherbergi, forstofu, stofu, borðstofu, sjónvarpshol, eldhús, baðherbergi, geymslu og bílskúr. Lóðin er eignarlóð og er hún gróin með fallegum trjágróðri og rúmgóðri verönd með skjólveggjum en á veröndinni er heitur pottur og gróðurhús. Geymsluskúr er á lóðinni. Innkeyrslan er hellulögð.
Vel skipulögð eign sem er staðsett í 5 mín. göngufæri frá miðbænum, eign sem er vel þess virði að skoða nánar.
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísalögð með gólfhita og þar er fataskápur.
Stofa og borðstofa: Harðparket á gólfi og upptekin loft. Útgengt er úr stofu út á verönd.
Sjónvarpshol: Harðparket á gólfi.
Eldhús: Flísalagt en þar er innrétting frá Ikea með eyju. Útgengt er úr eldhúsi á verönd.
Hjónaherbergi: Harðparket er á gólfi og þar eru fataskápar.
Inn af hjónaherberginu er baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt í hólfi og gólf en þar er walk-in sturta, baðker, salerni og nýleg innrétting með vask
Barnaherbergin: Öll barnaherbergin eru með harðparketi á gólfi og fataskápar eru í þeim öllum nema einu. Eitt svefnherbergið er inn af bílskúr.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf en þar er nýleg innrétting með vask, upphengt salerni og walk-in sturta.
Bílskúr: Flísalagður en í bílskúrnum er þvottaaðstaða en hann er rúmgóður með geymslulofti. Inn af bílskúr er eitt svefnherbergið og þar er einnig geymsla sem hægt er að nota sem svefnherbergi, vinnuherbergi eða geymslu.
Framkvæmdir sem hafi verið framkvæmdar á undanförnum árum:
- Flísalagt anddyri og hiti settur í gólf.
- Skipt um parket á öllum rýmum nema á baðherbergjum og eldhúsi.
- Nýjar innihurðir eru í öllu húsinu.
- Skipt um innréttingar og vaska á baðherbergjum
- Nýlegir fataskápar í 5 af 6 herbergjum.
- Búið að klæða húsið að utan með bárujárni, austur og suðurhliðar.
- Skipt um gler og glerlista á suðurhlið að mestu (ekki efri gluggum í stofu) Skipt um gler í opnanlegum fögum.
- Skipt um innlagnarefni í öllu húsinu (tenglar – rofar, shelly í sumu en gert ráð fyrir að hægt sé að setja snjallrofa)
- Skipt um rofa í rafmagnstöflu
- Komin aukatafla í bílskúr – klár fyrir rafhleðslu
- Skipt um vindskeiðar að hluta (efnið í restina fylgir)
- Skipt um undirneglingu að mestu leiti (efnið í restina fylgir)
- Búið að skipta um rennur að hluta til.
Nánari upplýsingar veita
Sigurður Sigurðsson, löggiltur fasteignasali í síma 690-6166, sigurdur@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali Skjalavinnsla í síma 845-9900, halli@log.is
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
16. jan. 2018
40.200.000 kr.
48.100.000 kr.
196 m²
245.408 kr.
31. okt. 2007
27.340.000 kr.
39.000.000 kr.
196 m²
198.980 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024