Lýsing
Íbúðin er skráð 115,9 m2 hjá HMS og er geymsla á neðri hæð sem nú hefur verið breytt í sjónvarpsherbergi 21,6 m2 þar af.
Hér er algjör gullmoli á ferðinni sem vert er að skoða. Allar nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is.
Nánari lýsing eignar
Komið er inn úr snyrtilegum stigagangi á anddyri með harðparketi á gólfi.
Eldhús, stofa og borðstofa eru í alrými á hægri hönd.
Eldhúsið er afar smekklega hannað og sérsmíðað hjá Eirberg. Granít á eldhúsbekkjum og harðparket á gólfi. Innbyggður vínkælir er í innréttingunni.
Stofa og borðstofa eru bjartar og rúmgóðar með gólfsíðum gluggum út á sjóinn og stórfenglegu útsýni. Harðparket er á gólfi. Búið er að koma fyrir sjónvarpsvegg með innbyggðum gervi arin og bak við hann er gengið niður hringstiga á neðri hæðina.
Svalirnar ná með allri íbúðinni að vestan og norðanverðu. Þaðan er mikið útsýni út á sjóinn.
Á neðri hæðinni, neðan við borðstofuna er búin að setja upp sjónvarpsherbergi með skjávarpa á einn vegginn.
Herbergin eru á gangi til vinstri frá anddyri.
Barnaherbergi I er rúmgott með góðum skápum og harðparketi á gólfi. Útgengt er út á svalirnar úr herberginu.
Gestasnyrting er flíslögð í hólf og gólf með fallegum dökkum flísum.
Barnaherbergi II er með harðparketi á gólfi. Útgengt út á svalirnar úr herberginu.
Hjónaherbergi er stórt og bjart með góðum skápum, harðparket á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni og baðkari með sturtuaðstöðu.
Þvottahús er í sameign ásamt hjóla- og vagnageymslu.
Loftin í íbúðinni eru tekin niður í stofu, eldhúsi og gangi til þess að koma fyrir fallegri lýsingu.
Naustabryggja 54 stendur næst sjónum og er ein besta staðsetningin í Bryggjuhverfinu. Stutt er í alla þjónustu, skóla og leikskóla. Hér er einstök eign á ferðinni sem vert er að skoða. Allar nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.