Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir
Sveinn Gíslason
Páll Guðmundsson
Þórarinn Arnar Sævarsson
Berglind Hólm Birgisdóttir
Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Brynjar Ingólfsson
Guðný Þorsteinsdóttir
Bjarni Blöndal
Þorsteinn Ólafs
Vista
hæð

Kársnesbraut 89

200 Kópavogur

84.900.000 kr.

733.161 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2063066

Fasteignamat

68.900.000 kr.

Brunabótamat

51.020.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1972
svg
115,8 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sameiginl. inngangur

Lýsing

** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA **

RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Einstaklega falleg og töluvert endurnýjuð 115,8 fm. 4 herbergja eign á fyrstu hæð ásamt bílskúr í góðu fjölbýlishúsi við Kársnesbraut Kópavogi.   Íbúðin er 89,8 fm. og skiptist í forstofu og fataherbergi, eldhús, opna borðstofu og stofu, svalir til vesturs, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.  Bílskúr er 26 fm. að stærð með einkastæði fyrir framan.  Arkitekt hússins er Kjartan Sveinsson og fjórar íbúðir eru í húsinu, gott húsfélag og virkt samstarf.

Björt og falleg eign á eftirsóttum og rólegum stað á Kársnesinu. Stutt er í alla helstu þjónustu og verslanir, einnig fallegar göngu og hjólaleiðir við sjávarsíðuna, eign sem vert er að skoða.

KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR


Nánari lýsing:
Forstofa er parketlögð í opnu rými með fataskáp og fataherbergi fyrir innan.
Eldhús er með fallegum innréttingum og góðum raftækjum. Borðplata er úr kvarts með undirlímdum vask og flísar eru á milli skápa.  Einstaklega gott skápapláss, ofn í vinnuhæð, spanhelluborð og vifta. Parket er á gólfum. 
Stofa- og borðstofa er parketlögð í björtu og opnu rými með útgengt út á vestur svalir. Af suðurenda svala er útgengt út í garð. Fallegt útsýni er úr stofu yfir Nauthólsvík. 
Svefnherbergin eru þrjú og snúa öll inn í garð. Hjónaherbergi er mjög rúmgott og bjart með nýlegum opnum fataskápum.  Barnaherbergin eru tvö, annað stærra og annað minna sem nýtt er sem skrifstofa í dag.
Baðherbergi er uppgert, með flísalagðri sturtu og upphengdu salerni, handklæðaofni og fallegri vaskinnréttingu með spegli. Stór gluggi með opnanlegu fagi.
Þvottahús er mjög rúmgott með stæði fyrir þvottavél og þurrkara. Góðar vegghengdar hillur og rýmið getur nýst einnig sem geymsla. Flísalagt gólf og vegg að hluta, stór gluggi með opnanlegu fagi.
Bílskúr er mjög rúmgóður um 26 fm. með rafmagni, köldu vatni og volgu affalsvatni. Bílastæði íbúðar fyrir framan bílskúr.
Garður sameiginlegur og sameiginleg útigeymsla á bakvið hús.  Sameign er mjög snyrtileg, með teppi á stigagangi.

Framkvæmdir og viðhald síðustu ára:
Búið er að endurnýja eldhús íbúðar, um 2015-2016 og baðherbergi nýlega uppgert.  Einnig eru vandaðar innihurðir frá Birgison og harðparket á gólfum, flísar einnig Birgison, gólfefni endurnýjað 2023. Búið er að skipta um rafmagnstöflu, draga í nýtt rafmagn að hluta og skipta um rafmagnstengla og rofa, gert um 2015-2016.  Búið er að yfirfara ofna íbúðar.  Nýlegir snjallmælar eru í húsinu og nýleg heitavatnslögn út í götu.   Áætlað er að múra og mála austurgafl hússins núna í október, kostnaður greiddur úr hússjóði.  
2022 var slökkvitæki og reykskynjarar í sameign endurnýjað og hurðum inn í allar íbúðir skipt út fyrir eldvarnarhurðir.
2021 var ofn í sameign endurnýjaður.
2017 var þak yfirfarið, þakjárn og rennur endurnýjað. Hús málað og múrað sunnanmegin.
2016 var garður/lóð yfirfarin og tekin í gegn.

Dýrahald er leyft, munnlegt samkomulag íbúa í húsinu.  Gott húsfélag og virkt samstarf.  Hússjóður á mánuði er samtals 19.124 kr.  Skiptist í almennan hússjóð kr.10.325,- og framkvæmdasjóð kr. 8.799,-)  Hiti er innifalinn í húsgjöldum og rafmagn í sameign.    Staða samtals í hússjóð kr. 355.235 (7.10.2024). Staða í framkvæmdasjóð er kr. 1.673.535,- (7.10.2024).

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.

img
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
RE/MAX
Skeifunni 17, 108 Reykjavík
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone
img

Guðrún Lilja Tryggvadóttir

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
28. apr. 2016
30.250.000 kr.
34.700.000 kr.
115.8 m²
299.655 kr.
20. mar. 2013
23.200.000 kr.
23.900.000 kr.
115.8 m²
206.390 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone

Guðrún Lilja Tryggvadóttir

Skeifunni 17, 108 Reykjavík