Upplýsingar
Byggt 1990
257,6 m²
8 herb.
2 baðherb.
5 svefnh.
Þvottahús
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Baughús 48, 257.6 fm 5 svefnherbergi og möguleiki á að gera sér íbúð á neðri hæð. Glæsilegt útsýni er yfir Reykjavík og Bláfjöll. Fallegur gróinn garður. með timburverönd og skjólveggjum hannaður af Stanislas. Fimm svefnherbergi eru í húsinu ásamt tveimur baðherbergjum. Innanhúsarkitekt er Margrét Sigfúsdóttir. Húsið er samtals 257,6 fm, þar af er bílskúrinn 26,7 fm. Örstutt í sundlaug Grafarvogs, íþróttahúsið, Húsaskóla, Foldaskóla, fallegar gönguleiðir, skíðabrekkuna við Húsahverfi og fl. Gott útsýni til borgarinnar.Fasteignamat 2025: 150.900.000kr
Húsið getur verið afhent bráðlega eftir kaupsamning. Mögulegt að skoða í einkasýningu eftir samkomulagi.
***Smelltu hér til að sækja söluyfirlit***
Efri hæð:
Gengið er inn í forstofu. Flísar á gólfum. Góðir fataskápar. Úr forstofu er gengið inn í hol með flísum á gólfum. Forstofuherbergi, rúmgott herbergi er innaf forstofu. Stofa og borðstofa í einu rými með parketi á gólfum. Rýmið er með gluggum á tvo vegu með glæsilegu útsýni. Úr borðstofu er gengið út á svalir og frá stofu út á rúmgóðar suð-vestur svalir. Eldhús er með snyrtilegri innréttingu þar sem gert er ráð fyrir uppþvottavél. Helluborð og ofn í vinnuhæð. Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp eða tveimur kæli / frystiskápum. Baðherbergi með flísum á gólfum. Snyrtileg innrétting, salerni og sturtuklefi.
Neðri hæð:
Gengið er niður flísalagðan stiga á neðri hæð. Frá stiga er gengið inn í hol sem tengir önnur rými neðri hæðar. Fjögur svefnherbergi eru á neðri hæð. Skápar í tveimur herbergjum. Rúmgott baðherbergi. Flísar á gólfum og veggjum. Baðkar og sturtuklefi. Falleg viðar innrétting. Fataherbergi. Sjónvarpshol með parketi á gólfi. Geymsla rúmgóð geymsla. Þvottahús með flísum á gólfi. Hvít innrétting með tækjum í vinnuhæð. Úr þvottahúsi er útgengt inn í garð. Garðurinn er einstaklega fallegur, gróinn með timburverönd og skjólveggjum. Garðurinn er hannaður af Stanislas Bohic með fallegri tjörn við verönd. Einfaldur 26,7 m2 bílskúr með sjálfvirkjum opnara. Heitt og kalt vatn. Upphitaður með ofni. Málað gólf. Snjóbræðsla er í bílaplani fyrir framan hús. Þak var endurnýjað árið 2022. Árið 2020 var skipt um glugga á austur og suður hlið.
Nánari upplýsingar veita
Unnar Kjartansson, löggiltur fasteignasali, í síma 867 0968, tölvupóstur unnar@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook