Lýsing
Allar innréttingar (að undanskilinni þvottavélainnréttingu) eru frá Cubo Design (Miton/TLK) sem er ítalskur framleiðandi. Mynddyrasími með GSM-tengingarmöguleika. Cat5e strengur er dregin í og tengdur í alrými og hvert íveruherbergi. Ljósleiðari frá Mílu og Gagnaveitunni er tilbúinn til notkunar í smáspennuskáp íbúðar. Frábær og afar vinsæl staðsetning í nýjasta hluta Smárans í Kópavogi sem er nútímalegt borgarhverfi þaðan sem stutt er í þjónustu verslana og aðra þjónustu s.s. Smáralind, heilsugæslu, skóla og íþróttaaðstöðu ásamt því sem aðgengi að stofnbrautum og þjónustu almennisvagna er afar auðveld.
Bókið skoðun Hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@fastm.is
Eignin Sunnusmári 28 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 236-6801, birt stærð 92.5 fm, þar af er geymsla í kjallara 7,9fm. Fasteignamat fyrir 2025 skv. HMS er 71.700.000kr.
Nánari lýsing:
Anddyrir: Rúmgott með tvöföldum fataskáp.
Svefnherbergi I: Rúmgott með góðu skápaplássi.
Geymsla/búr: Innan íbúðar. Upphengdar hillur. Gott geymslupláss. Möguleiki á að vera með auka ísskáp/frysti td.
Alrými: Rúmgott með samliggjandi eldhúsi og stofu.
Eldhús: Ljós innrétting með efri og neðri skápum. Ofn í vinnuhæð, háfur, spanhelluborð, innbyggð uppþvottavél ásamt innbyggðum ísskáp með frysti. Eldhústæki eru af gerðinni Electrolux.
Stofa: Opin og björt, samliggjandi eldhúsi. Fallegt útsýni til vesturs út um gólfsíða stofuglugga. Útgengt út á sólríkar vestur svalir.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi með flísum á gólfiog hluta veggja. Innangeng sturta með glerskilrúmi, handklæðaofn, innrétting með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara, upphengt klósett ásamt baðinnréttingu með skúffum, innfelldum vask og efri speglaskáp.
Svefnherbergi II: Rúmgott með fataskáp.
Geymsla: Sérgeymsla í kjallara, 7,9fm.
Bílastæði: Sameiginleg bílastæði fyrir framan aðalinngang.
Sameign: Teppi á stigagöngum. Falleg-, nýleg-, og velumgengin sameign. Lyfta í húsinu.
Falleg og vel hönnuð 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í nýlegu lyftuhúsi í 201 Smára sem er sérlega vel staðsett hverfi í miðpunkti höfuðborgarsvæðisins þar sem stutt er í stofnbrautir og örstutt í fjölbreytta verslun og þjónustu í Smáralind. Þá stutt er í leik og grunnskóla, íþróttaaðstöðu og heilsugæslu.
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@fastm.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.