Lýsing
*** Seljendur skoða eingöngu skipti á minni eign á höfuðborgarsvæðinu ****
Eyktarhæð 5 er skráð 263,5 fm. skv. fasteignaskrá HMS, þar af er íbúðarhlutinn skráður 228,8 fm og bílskúr 34,7. Húsið er í dag innréttað til íbúðar sem ein heild.
Húsið er teiknað af Hauki Viktorssyni arkitekt og fullklárað 1996. Það er fjölskylduvænt og stendur vel í landslaginu þannig að það sér yfir Akrahverfið og til vesturs m.a. yfir Arnarnesvoginn og í átt að Snæfellsjökli, þar er afar gróðursælt og skjólsælt umhverfis húsið.
Húsið er pallaskipt þannig að það er að hluta til á tveimur hæðum og millihæð sem skapa gott flæði en á sama tíma geta svefnherbergi verið afsíðis.
Eignin skiptist í 5 herbergi, eldhús, borðstofu, setustofu og sjónvarpsstofu, tvö baðherbergi og gestasnyrtingu.
Komið er inn í flísalagða forstofu. Næst henni er annarsvegar eitt herbergi með fataskápum, hentugt fyrir ungling eða sem skrifstofa, og gestasnyrting.
Opið og glæsilegt hol er með mikilli lofthæðog ofanljósum (þakgluggum) sem tryggja birtu inn í önnur rými og tengir saman stofur, eldhús og svefnhbergisálmu.
Eldhúsið er hálf opið með eldri innréttingu, eyju og skemmtilegu vinnurými sem hentar vel fyrir veislur og mannmargar fjölskyldur.
Borðstofan er næst eldhúsi með gluggum mót vestri og hurð út á pall sem umkringdur er fallegum gróðri, útskot mót s-vestri og fallegri gluggasetningu býður upp á ýmsa nýtingu og tengingu við pallinn. Mjög flott útsýni er frá húsinu, m.a. útsýni yfir Snæfellsjökul frá borðstofu. Setustofa er tveimur þrepur neðar en borðstofan, þar njóta sína gluggar nánast frá gólfi upp í loft og tengja saman úti og innisvæði á fallegan máta ásamt arninum. Einstaklega veglegur arinn, hlaðinn af Jóni Eldon er prýddur íslensku stórgrýti. Sjónvarsstofa er næst setustofunni en þar er notalegt rými fyrir samverustundir.
Á svefnherbergisgangi, nokkrum þrepum ofar, eru gert ráð fyrir 2 svefnherbergi og baðherbergi. Í dag er annað herbergjanna nýtt sem fataherbergi, hjónaherbergi er með fataskáp og gluggum með aðgengi út á svalir mót suðri.
Baðherbergið er rúmgott, flisalagt í hólf og gólf með niðurfelldu baðkari og sturtuklefa og innréttingu með handlaug.
Frá sjónvarsstofunni er gengið niður nokkrar tröppur og niður á neðri hæðina/kjallarann sem einnig er með sérinngang utan frá. Neðri hæðinni sem teiknuð er sem geymsla, þvottahús og bílskúr var nýlega breytt þannig að þar eru nú 2 stór herbergi sem henta vel fyrir unglinga eða mögulega til útleigu. Þvottahús er hannað með baðaðstöðu með sturtu með sturtu.
Gólf eru flest með ítölskum flísum sem eru mjúkar undir fót, önnur gólfefni er viðarparket. Allar hurðir eru hvítar þungar fulningahurðir sem eru sérsmíðaðar.
Húsið er allt bjart enda stórir gluggar og ofanljós sem tryggja birtuflæði inn í öll rými.
Góð aðkoma er að húsinu með hellulagðri innkeyrslu með hitalögn undir.
Garðurinn er einfaldur og hugsaður þannig að létt sé að hugsa um hann að hluta til með villtum svæðu og hluta stærri trjám út við götuna. Garðurinn er þó þannig að njóta má sólar frá morgni til kvölds.
Þetta er einstaklega vel staðsett eign, innst í lítilli botnlanga-götu, nærri verslun, þjónustu og öllum skólastigum. Þá er stutt í samgönguleiðir.
Allar frekari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignsali
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.