Lýsing
Miklaborg kynnir afar fallegt og vandað einbýlishús á einni hæð á einsstökum stað í Garðabæ. Um er að ræða steinsteypt hús, byggt árið 2012. Vandaðar innréttingar frá Fagus eru í öllu húsinu, kvarts steinn á borðplötum í eldhúsi og baðherbergi ásamt vönduðum tækjum. Tvö baðherbergi. Gólfhiti, innfelld lýsing og aukin lofthæð er í öllu húsinu. Tvöfaldur bílskúr og stór og fallegur garður með sólpall og heitum potti.
Einstök eign fyrir vandláta á einstökum stað í Garðabæ.
Bókið skoðun og fáið nánari upplýsingar hjá Svan Gunnar Guðlaugssyni í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is
Komið er inn í rúmgóða forstofu sem er flísalögð með góðum skápum. Þaðan er innangengt inní bílskúr og gestasalerni.
Gestasalerni er flísalegt í hólf og gólf með gólfhita. Vegghengt salerni, vaskur og sturta með gleri.
Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í björtu alrými með eikarparketi á gólfum. Eldhúsið er með stórri eyju, fallegri hnotu innréttingu með hvítum efri skápum. Kvarts stein á borðplötum, undirlímdum stálvaski, og innbyggðri uppþvottavél. Stofan er stór og björt. Frá stofu er útgengt út á sólríka verönd með heitum potti.
Hjónaherbergi er rúmgott með fataherbergi með góðum skápum. Möguleiki að breyta fataherbergi í svefnherbergi. Eikarparket á gólfum.
Herbergi 2 er rúmgott með fataskáp og eikarparket á gólfi.
Herbergi 3 er rúmgott með fataskáp og eikarparket á gólfi.
Þvottahús er flísalagt með innréttingu og vaski.
Baðherbergi er flísalegt í hólf og gólf, með gólfhita og handklæðaofni. Falleg innrétting, steinn með undirlímdum baðvaski, vegghengt salerni, sturta með gleri og baðkar.
Bílskúr er tvöfaldur 53,9 fm og innaf honum er innangengt í geymslu.
Bílaplan er steypt með snjóbræðslu.
Garður er fallegur og gróinn með stórum sólpalli og heitum potti.
Innréttingar, fataskápar og hurðir eru vandaðar frá Fagus. Fataskápar eru úr hnotu sem og hurðirnar.
Húsið er staðsett á einstökum stað í Garðabæ með fallegri náttúru allt um kring.
Bókið skoðun og fáið nánari upplýsingar Svan Gunnar Guðlaugssyni í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is