Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1984
114,4 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Lýsing
Laus strax! Betri Stofan fasteignasala kynnir til sölu: Fallega 4ra herbergja útsýnisíbúð ásamt bílskúr. Íbúðin er skráð samtals 114,4 fm þar af er íbúðin 88 fm, geymslan 5,6 fm og bílskúrin 20,8 fm. Frábær staðsetning þar sem öll þjónusta er á næsta leiti, verslun, skólar , heilsugæsla, bókasafn og sundlaug í göngufæri. Nánari upplýsingar veitir Páll Þórólfsson löggiltur fasteignasali í síma 893-9929 eða pall@betristofan.is
Lýsing eignar:
Hol: Góðir hvítir fataskápar sem ná upp í loft. Eikarparket er á holi, stofu, og svefnherbergjum.
Eldhús: Góð hvít innrétting á 2 veggjum flísalagt á milli innréttinga ,eldavél, útdreganleg vifta, tengi fyrir uppþvottavél og borðkrókur við glugga. Korkur á gólfi.
Stofa: Opið í gegnum eldhús inn í stofu. Þaðan er gengið út á stórar nýlega viðgerðar svalir sem snúa í norðvestur, frábærar grillsvalir með miklu útsýni. Svalalokun að hluta.
Hjónaherbergi: Þreföldum hvítum skápum sem ná uppí loft, eikarparket á gólfi. Útgengt út á svalir frá hjónaherbergi.
Tvö svefnherbergi: parket á gólfi.
Baðherbergi: Góð innrétting með vask og speglaskápur fyrir ofan. Flísalagt gólf og veggir að hluta við baðkar. Baðkar og sturtuklefi.
Þvottahús er innan íbúðar, dúkur á gólfi. Hvít innrétting með vaski.
Bílskúr er sambyggður húsinu, með rennandi köldu vatni, rafmagn og rafmagnshurðaopnari. Vel staðsettur við inngang hússins. Bílskúrinn er í útleigu í dag og möguleiki á framhaldsleigu.
Sameign er snyrtileg, sérgeymsla ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu. Skipt var um teppi á sameign 2021.
Að sögn seljanda voru allar hurðir innan íbúðar lagfærðar, lakkaðar og nýjar höldur (2016). Sturtuklefi var endurnýjaður árið 2019 og vask eining á baðherbergi og speglaskápur á sama tíma. Skipt um ofn í stofu undir suðvestur glugga árið 2020.
Eignin er vel staðsett með tilliti til þjónustu og verslunar. Örstutt er á Garðatorg með alla sína þjónustu og verslanir. Leikskólarnir Kirkjuból, Lundaból og Bæjarból eru í nærumhverfi sem og grunnskólarnir Flataskóli, Hofstaðaskóli, Sjálandsskóli og Garðaskóli eru allir skammt undan sem og Fjölbrautarskóli Garðabæjar.
Lýsing eignar:
Hol: Góðir hvítir fataskápar sem ná upp í loft. Eikarparket er á holi, stofu, og svefnherbergjum.
Eldhús: Góð hvít innrétting á 2 veggjum flísalagt á milli innréttinga ,eldavél, útdreganleg vifta, tengi fyrir uppþvottavél og borðkrókur við glugga. Korkur á gólfi.
Stofa: Opið í gegnum eldhús inn í stofu. Þaðan er gengið út á stórar nýlega viðgerðar svalir sem snúa í norðvestur, frábærar grillsvalir með miklu útsýni. Svalalokun að hluta.
Hjónaherbergi: Þreföldum hvítum skápum sem ná uppí loft, eikarparket á gólfi. Útgengt út á svalir frá hjónaherbergi.
Tvö svefnherbergi: parket á gólfi.
Baðherbergi: Góð innrétting með vask og speglaskápur fyrir ofan. Flísalagt gólf og veggir að hluta við baðkar. Baðkar og sturtuklefi.
Þvottahús er innan íbúðar, dúkur á gólfi. Hvít innrétting með vaski.
Bílskúr er sambyggður húsinu, með rennandi köldu vatni, rafmagn og rafmagnshurðaopnari. Vel staðsettur við inngang hússins. Bílskúrinn er í útleigu í dag og möguleiki á framhaldsleigu.
Sameign er snyrtileg, sérgeymsla ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu. Skipt var um teppi á sameign 2021.
Að sögn seljanda voru allar hurðir innan íbúðar lagfærðar, lakkaðar og nýjar höldur (2016). Sturtuklefi var endurnýjaður árið 2019 og vask eining á baðherbergi og speglaskápur á sama tíma. Skipt um ofn í stofu undir suðvestur glugga árið 2020.
Eignin er vel staðsett með tilliti til þjónustu og verslunar. Örstutt er á Garðatorg með alla sína þjónustu og verslanir. Leikskólarnir Kirkjuból, Lundaból og Bæjarból eru í nærumhverfi sem og grunnskólarnir Flataskóli, Hofstaðaskóli, Sjálandsskóli og Garðaskóli eru allir skammt undan sem og Fjölbrautarskóli Garðabæjar.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af ef að kaupum verður:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
31. maí. 2022
51.350.000 kr.
65.000.000 kr.
114.4 m²
568.182 kr.
20. nóv. 2015
27.400.000 kr.
34.500.000 kr.
114.4 m²
301.573 kr.
21. des. 2012
23.600.000 kr.
26.000.000 kr.
114.4 m²
227.273 kr.
12. okt. 2006
18.465.000 kr.
22.500.000 kr.
114.4 m²
196.678 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024