Lýsing
Eignin er skráð 69,3 fm á stærð og skiptist í 63,5 fm íbúð og 5,8 fm geymslu.
Húsið er byggt árið 2017 og því um nýlega eign að ræða. Íbúðin er vel skipulögð og björt. Sameign er öll hin snyrtilegasta.
Þetta er frábær eign á góðum stað sem vert er að skoða.
Nánari lýsing:
Forstofa: með flísum á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi: rúmgott með miklu skápaplássi og parketi á gólfi.
Baðherbergi: með walk in sturtu, innréttingu, upphengdu salerni, handklæðaofni, aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara og flísum á gólfi og veggjum.
Eldhús: í opnu rými með stofunni með L- laga innréttingu með fínu skápaplássi og parketi á gólfi.
Stofa: með parketi á gólfi og útgengi út á 7,5 fm suður svalir.
Geymsla: 5,8 fm sérgeymsla inn af bílastæðinu í bílageymslunni.
Hjóla- og vagnageymsla: Sameiginleg í kjallara.
Eigninni fylgir mjög gott stæði í upphitaðri bílageymslu auk þess rúmgóð sérgeymsla innaf bílastæðinu í kjallara. Frábær staðsetning í austurbæ Kópavogs.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður