Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Marta Jónsdóttir
Þóra Birgisdóttir
Vista
svg

434

svg

313  Skoðendur

svg

Skráð  14. nóv. 2024

fjölbýlishús

Ástún 10

200 Kópavogur

62.500.000 kr.

788.146 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2058669

Fasteignamat

56.800.000 kr.

Brunabótamat

42.300.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1980
svg
79,3 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur
Opið hús: 19. nóvember 2024 kl. 17:30 til 18:00

Opið hús: Ástún 10, 200 Kópavogur, Íbúð merkt: 01 04 01. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 19. nóvember 2024 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.

Lýsing

Sunna fasteignasala ehf. og Marta Jónsdóttir, lögfr. og lfs., kynna eignina Ástún 10, 200 Kópavogi. 

Um er að ræða snyrtilega og mikið endurnýjaða 3ja herbergja íbúð á 4. hæð (efstu hæð) í fjölbýli með sérinngangi frá stigahúsi, þvottaaðstöðu innan íbúðar og sérmerkt einkabílastæði.

* Ástand hússins að utanverðu er mjög gott en árið 2021 var farið í gagngerðar endurbætur á húsinu að utanverðu. Skipt var um glugga/opnanleg fög, tréverk og gler eftir þörfum. Múrverk var hreinsað, lagað og málað að nýju. Svalagólf voru háþrýstiþvegin og máluð. Þakið var málað og settar flasningar á milli þaks og þakrenna. Skipt var um niðurfall og þakpappi lagður á þak yfir anddyri árið 2023. Bílastæðið var malbikað árið 2023 og bílastæði máluð.  
** Í þessum framkvæmdum var skipt um glugga íbúðarinnar sem eru á suðurgafli hússins, í eldhúsi og borðstofu, og á árinu 2019 var skipt um gler í stofu sem snýr í vestur. Fyrr á árinu 2024 voru ný útiljós tengd á svölum. **

Nánari lýsing:
Komið er inn í forstofu með náttúruflísum á gólfi og góðum fataskáp. 
Úr forstofu er gengið inn í rúmgott parketlagt hol. 
Eldhús, stofa og borðstofa eru í sameiginlegu björtu rými með stórum gluggum sem snúa í suður og vestur. Aðgengi er út á stórar ca. 15 fm svalir með glæsilegu útsýni í vesturátt frá stofu. Eldhúsið var endurgert í kringum árið 2014 og var þá opnað á milli rýma. Eldhúsið er með eyju, gaseldavél, flísalagðri borðplötu, nýjum bakaraofni og nýlegri uppþvottavél. Mikið skápapláss er í eldhúsi.
Baðherbergið er flísalagt að hluta með gólfhita, baðkari með glerhlið og sturtuaðstöðu. Þvottavélin er í innréttingu sem hægt er að loka. Tveir opnanlegir gluggar eru á baðherberginu. Skipt var um blöndunartæki árið 2021
Hjónaherbergið er rúmgott með parketi og stórum fataskáp. Útgengt er á svalir frá hjónaherbergi.
Barnaherbergi er með parketi á gólfi og þreföldum fataskáp. 
Geymsla er á neðstu hæð, sem er um 6 fm, en hún er ekki talin inn í fermetrafjölda íbúðarinnar. Eignin er því um 85 fm að stærð. Þá er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í kjallara hússins.
Uppþvottavél, innfelldur ísskápur, gardínur og öll ljós fylgja íbúðinni. Þvottavélin getur fylgt ef áhugi er fyrir því.

Húsfélagið á og leigir út stúdíóíbúð á jarðhæð hússins. Leigutekjur íbúðarinnar renna í framkvæmdasjóð hússins.  

Falleg og vel staðsett eign á mjög vinsælum stað - örstutt í alla þjónustu sem og falleg útivistarsvæði, göngu- og hlaupaleiðir í Fossvogsdal.

Nánari upplýsingar veitir Marta Jónsdóttir, lögfr. og lfs. í síma 8633445 og netfanginu marta@sunnafast.is.

 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

img
Marta Jónsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Sunna fasteignasala
Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík
Sunna fasteignasala

Sunna fasteignasala

Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík
img

Marta Jónsdóttir

Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
20. okt. 2021
38.550.000 kr.
52.100.000 kr.
79.3 m²
656.999 kr.
26. feb. 2014
18.100.000 kr.
24.500.000 kr.
79.3 m²
308.953 kr.
22. feb. 2007
15.845.000 kr.
15.400.000 kr.
141 m²
109.220 kr.
30. nóv. 2006
14.570.000 kr.
17.500.000 kr.
79.3 m²
220.681 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Sunna fasteignasala

Sunna fasteignasala

Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík

Marta Jónsdóttir

Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík