Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1947
112,9 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Sérinngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Frábær og vel skipulögð 4ra herbergja hæð í þríbýlishúsi á eftirsóttum stað í Laugardalnum. Suðursvalir. Sérinngangur.Bókið skoðun. Allar upplýsingar veitir Kári Sighvatsson lögfr. og löggiltur fasteignasali, sími 899-8815, kari@eignamidlun.is
Um er að ræða nánar tiltekið íbúð 201 við Laugateig 8, F2019204. Samkvæmt Fasteignaskrá HMS er eignin skráð samtals 112,9 fm, þar af er íbúðarrými 103,6 fm. Sérinngangur er inn í íbúðina og sér stigagangur sem nýtist vel sem anddyri er skráður 9,3 fm. Íbúðin á hlutdeild í geymslu í sameign undir útitröppum og í sameiginlegu þvottahúsi í kjallara hússins. Íbúðin skiptist í stigagang / anddyri, opið eldhús og stofu í alrými, hol / gang, þrjú svefnherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu. Suðursvalir út frá stofu.
*** Smellið hér til að sækja söluyfirlit ***
Nánari lýsing eignar:
Sérinngangur. Anddyri, flísar á gólfi. Sérstigagangur, linoleumdúkur er á tröppum. Stigapallur er parketlagður.
Eldhús er opið í alrými með stórri, hvítri L-innréttingu með eikarborðplötu. Gott vinnupláss. Vönduð eldhústæki. Smeg gaseldavél. Háfur. AEG uppþvottavél fylgir. Liebherr ísskápur má fylgja með. Gluggar í vestur. Parket á gólfi.
Stofa er rúmgóð og björt í alrými. Parket á gólfi. Gluggar í suður og vestur. Útgengt á suðursvalir úr stofu.
Svefnherbergi 1 er rúmgott hornherbergi með góðu skápaplássi og tveimur gluggum í suður og austur. Parket á gólfi.
Svefnherbergi 2 er rúmgott með góðu skápaplássi og glugga í suður. Parket á gólfi.
Svefnherbergi 3 er rúmgott með tveimur gluggum í norður, ekki með skápum. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með snyrtilegri hvítri innréttingu, handlaug, salerni og baðkari með sturtuaðstöðu. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu. Gluggi í austur. Flísalagt í hólf og gólf.
Risloft er yfir íbúðinni sem aðgengilegt er um hlera í lofti baðherbergis. Nýtist vel sem geymsla. Risloftið er séreign skv. eignaskiptayfirlýsingu (03.01). Mögulegt væri að lyfta þakinu og stækka þannig íbúðina, fordæmi fyrir slíkri framkvæmd í öðrum húsum við götuna.
Bílskúrsréttur. Sameiginlegur bílskúrsréttur er á lóð skv. eignaskiptayfirlýsingu dags. 14.2.2002, háð samþykki skipulags- og byggingarnefndar.
Sameiginleg geymsla undir útitröppum og sameiginlegt þvottahús er í kjallara hússins.
Hiti er á sérmæli fyrir íbúðina. Rafmagn er á sérmæli fyrir íbúðina.
Fasteignamat 2025 = 74.150.000 kr.
Framkvæmdir síðustu ára:
Ný útidyrahurð og ný svalahurð 2022.
Skólplagnir endurnýjaðar frá húsi og út í götu (nýr brunnur) og inni í húsi. Lagnir í sameign endurnýjaðar (en lagnir innan íbúðar eru enn upprunalegar). Drenað 2023, bakgarðurinn var einnig jafnaður og tyrfður.
Allir gluggar í húsinu hafa verið endurnýjaðir á sl. árum. Fyrir 2 árum var skipt um glugga í stigagangi og á baðherbergi, þrjá glugga á fyrstu hæð sem og alla glugga í kjallara og sameign, aðrir gluggar endurnýjaðir á árunum þar á undan.
Múrviðgerð er yfirstandandi sem seljandi greiðir fyrir. Húsið verður jafnframt endursteinað næsta vor, seinni hluti af sömu framkvæmd, seljandi greiðir fyrir.
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup og 25. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
19. nóv. 2019
43.300.000 kr.
57.000.000 kr.
112.9 m²
504.872 kr.
25. nóv. 2013
23.850.000 kr.
35.500.000 kr.
112.9 m²
314.438 kr.
16. sep. 2010
23.850.000 kr.
19.800.000 kr.
112.9 m²
175.376 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025