Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sverrir Kristinsson
Kjartan Hallgeirsson
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Daði Hafþórsson
Gunnar Helgi Einarsson
Gunnar Bergmann Jónsson
Lilja Guðmundsdóttir
Jenný Sandra Gunnarsdóttir
Ingimar Óskar Másson
Kári Sighvatsson
Jenný Sif Ólafsdóttir
Vista
fjölbýlishús

Jakasel 29

109 Reykjavík

139.900.000 kr.

734.769 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2057336

Fasteignamat

114.050.000 kr.

Brunabótamat

91.450.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1985
svg
190,4 m²
svg
7 herb.
svg
3 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

Jakasel 29, Reykjavík er vel staðsett einbýlishús á þremur hæðum með sérstæðum bílskúr.  Gólfflötur er töluvert stærri en uppgefnir fermetrar segja til um. Aðalhæð er skráð 98,4 fm, rishæð, (sem er með svipaðan gólfflöt er skráð 60,5 fm) og kjallari sem er einnig svipaður að grunnfleti og aðalhæð er ekki skráður í uppgefnum fermetrum. Falleg og gróin lóð og stór timburverönd er fyrir framan húsið. Nýlega var skipt um járn á þaki húss, rennur og niðurföll. Þá var skipt um nokkra glugga og aðrir yfirfarðir. Nýjir þakgluggar. Nýr sólskáli er frá borðstofu aðalhæðar. Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.

Einbýlishús á 3 hæðum með stórum og grónum garði og bílskúr. Frábært fjölskylduhús með 5, (geta verið 6) svefnherbergjum, 3 baðherbergjum og 3 stofum. Húsið er skráð 190,4 fm og þar af er bílskúrinn skráður 31,5 fm.

Gróið hverfi og skólar eru í nálægð við húsið. Stutt er í grunnþjónustu. Staðsetningin er góð þegar horft er til samgönguleiða. Stutt er í göngu- og hjólaleiðir. Gróinn garður er við húsið og hellulagt bílaplan er fyrir framan bílskúr.

Lýsing eignar:
Gengið er inn um forstofu á aðalhæð hús sem er með flísum á gólfi og fataskáp. Forstofuherbergi er með parketi og bókaskápum. Flísalögð snyrting er innaf forstofu sem er með glugga og innréttingu. Eldhús er nokkuð rúmgott með hvítri innréttingu sem nær upp í loft. Borðkrókur, gluggi og flísar á gólfi. Frá eldhúsi er gengið í flísalagða borðstofu með yfirbyggðum nýjum sólskála.  Frá borðstofu er rúmgóð stofa með parketi á gólfi. Frá stofu er gengið upp á efri hæð. Komið er upp á bjartan og parketlagðan gang. Á hæðinni eru þrjú parketlögð herbergi. Voru áður fjögur og auðvelt væri að breyta aftur. Á hæðinni er flísalagt baðherbergi með baðkari og glugga.  Frá aðalhæð er einnig gengið niður í kjallara/jarðhæð. Sér inngangur á jarðhæð frá garði baka til. Á hæðinni er flísalagt hol, stórt herbergi, með parketi á gólfi og gluggum, stórt parketlagt sjónvarpshol, flísalagt baðherbegi með glugga, sauna og þvottahús. Bílskúrinn stendur sér og er hann rúmgóður. Bílskúrinn er með heitu og köldu vatni og rafmagni. Inngangur er í bílskúr frá lóð. Við hlið bílskúsrs er útisturta og útigeymsla.
 
Nánari upplýsingar veitir Hilmar Þór Hafsteinsson Lögg. fasteignasali/leigumiðlari, í síma 824-9098, tölvupóstur hilmar@eignamidlun.is eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090

***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook

Eignamiðlun

Eignamiðlun

Grensásvegi 11, 108 Reykjavík
Eignamiðlun

Eignamiðlun

Grensásvegi 11, 108 Reykjavík