Lýsing
Miklaborg kynnir: Glæsilega íbúð á efstu hæð í góðu fjölbýlishúsi, neðarlega við Skólavörðustíg í 101 Reykjavík. Íbúðin er með ca. 19 fm. sólstofu.
Íbúðin er skráð 89,5 fm. sólstofa 18,8 og geymsla 6,6, fm. Samtals 114,9 fm. auk þess eru svalir og sameiginlegt rými. Frá íbúðinni er frábært útsýni.
Nánari lýsing: Komið er í anddyri með fataskáp
Rúmgóð stofa með parketi og flísum, útgengi frá henni út í sólstofu og þaðan á suðvestursvalir.
Eldhús er með nýlegri eldhúsinnréttingu, ofn í vinnuhæð sem er bæði bakaraofn og örbylgjuofn. Innbyggður ísskápur og frystiskápur fylgja. Keramikhelluborð.
Baðherbergi með sturtuklefa og upphengdu salerni. Þar er tengt fyrir þvottavél og þurrkara.
Við hliðina á eldhúsi er vinnurými.
Rúmgott svefnherbergi með miklu skápaplássi.
Í kjallara er sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús.
Íbúðin er einstaklega skemmtilega hönnuð og er sannkölluð miðbæðarperla. Mögulegt er að bæta við herbergi.
Húsið var mikið lagfært árið 2023, sjá skýrslu frá, verkfræðistofu.
Nánari uppl veita:
Viðar 694-1401, Vala 695-0015 og Gústaf Adolf 895-7205, vidar@miklaborg.is