Lýsing
Trausti fasteignasala og Hallgrímur Hólmsteinsson lgfs kynna ákaflega fallegt sumarhús ásamt einu minna gestahúsi á stórri lóð í Grímsnesinu, nánar tiltekið í Öndverðarnesi 2, einungis 40 mínútur frá Reykjavík. Aðalhúsið er skráð 62,1 fm í Þjóðskrá Íslands en núverandi eigendur byggðu við húsið og er að nú um 68 fm, minna húsið er rétt undir 15 fm. Bæði húsin eru klædd með standandi lerkiklæðningu sem er mjög falleg og viðhaldslítil. Lóðin er um 4.400 fm og vel gróin háum trjám og lággróðri. Staðsetning húsanna tryggir auðvelda aðkomu allt árið en einkavegur liggur að húsunum sem hægt er að loka með lás. Heitur pottur er við aðalhúsið og stór pallur sem umlykur það. Sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni í síma 896-6020 eða á hallgrimur@trausti.is
Nánari lýsing eigna:
Aðalhús
Gengið er inn í rúmgott anddyri sem núverandi eigendur bættu við húsið. Viðargólf og veggir.
Komið er inn á stuttan gang þar sem baðherbergi er fyrst á vinstri hönd.
Baðherbergið er með sturtuklefa og parketi á gólfi.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum skápum og parketi á gólfi.
Minna herbergi er með parketi á gólfi.
Eldhúsið, stofa og borðstofa eru í opnu og björtu alrými með mikið pláss.
Eldhúsið er með dökkri viðarinnréttingu sem núverandi eigendur settu upp. Uppþvottavél og eldavél eru nýleg.
Stofan/borðstofa er björt og rúmgóð, hátt til lofts og parket á gólfi.
Gengið er út úr stofunni út á stóran pall með heitum potti.
Gestahús
Um það bil 15 fm með litlu salerni og eldhúskrók, svefnaðstaða fyrir tvo til fjóra, parket á gólfi. Stór viðarpallur við húsið.
Lóðin er fallega gróin og nýtur sólar vel. Gróið holt er í vestur og suður og birki, greni og aspartré sem hafa náð mikilli hæð.
Stórt og rúmgott bílastæði, malarborið, er við aðalhús og gestahús.
Hér er eign á ferðinni með mikla möguleika og hugsanlegar útleigueiningar fyrir ferðamenn, á frábærum stað í Grímsnesinu, einungis um 10 mínútur frá Selfossi og 40 mínútur frá Reykjavík. Stuttur einkavegur liggur af Biskupstungnabraut sem tryggir gott aðgengi allt árið. Þrastalundur er í tveggja mínútna fjarlægð og mikið um fallega staði og þjónustu í nágrenninu. Sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni í síma 896-6020 eða á hallgrimur@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.