Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Freyja Sigurðardóttir
Ágústa Hauksdóttir
Andrea Guðrún Gunnlaugsdóttir
Glódís Helgadóttir
Hlynur Halldórsson
Valgerður Ása Gissurardóttir
Vista
fjölbýlishús

Naustabryggja 25

110 Reykjavík

109.900.000 kr.

619.853 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2252671

Fasteignamat

100.150.000 kr.

Brunabótamat

89.980.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2001
svg
177,3 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Bílastæði

Lýsing

Hraunhamar fasteignasala og Ársæll Ó Steinmóðsson lgfs. s: 896-6076 löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu fallega, bjarta og vel skipulagða 5 herbergja 177,3 fm íbúð á tveim hæðum með tvennum vestursvölum á 3 hæð merkt 0304  að Naustabryggju 25 í Bryggjuhverfinu í Reykjavík. Eigninni fylgir sér bílastæði lokaðri bílageymslu merkt B24 og er innangengt í bílageymslu úr stigagangi. Húsið er klætt að utan með lituðu bárujárni. Gólfefni eru parket og flísar.

Góð lofthæð er á hluta efri hæðar og eru gólfsíðir gluggar í báðum stofum sem gerir íbúðina mjög bjarta. 

Húsið virðist í góðu ástandi að utan. Klæðningin gerir það frekar viðahaldslítið. Járn á þaki virðist í góðu lagi. Samkv. teikningu er gert ráð fyrir tveimur herbergjum á neðri hæð og er hægt að breyta núverandi skipulagi.

Róleg og góð staðsetning í Bryggjuhverfinu þar sem er stutt í fjölbreytta verslun og þjónustu á Ártúnshöfða og í Grafarvogi. Einnig er stutt út á stofnbraut
.

Stutt lýsing: Neðri hæð: forstofa, stofa, eldhús í alrými, hjónaherbergi, baðherbergi og þvottahús. Efri hæð: stofa, 2 svefnherbergi, baðherbergi og geymsla.

Nánari lýsing:
Neðri hæð:

Forstofa/gangur eru  með flísum á gólfi og skápum sitthvoru megin.
Hjónaherbergi er stórt og rúmgott með parketi á gólfi og miklu skápaplássi. Voru 2 herbergi samkv. teikningu og er frekar auðvelt að breyta aftur í 2 herbergi.
Stofa í alrými er rúmgóð og björt með parketi á gólfi og er útgengt á vestursvalir þar sem seinniparts og kvöldsólin nýtur sín.
Eldhús er opið í alrými og með flísum á gólfi. Viðarlituð innrétting með góðu skápa og skúffuplássi og bakaraofn í vinnuhæð. Falleg eyja með helluborði og háf.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggum. góð viðarlituð innrétting með spegli og handlaug. Baðkar, upph.wc og handlæðaofn.
Þvottahús er með flísum á gólfi. Vaskur og opinn skápur.
Stigi upp á efri hæð er flísalagður og með stálhandriði.

Efri hæð:
Stofa er rúmgóð og björt með parketi á gólfi og er útgengt á vestursvalir þar sem seinniparts og kvöldsólin nýtur sín.
2 svefnherbergi eru bæði rúmgóð og með parketi á gólfum og er skápur í öðru herberginu.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum. Innrétting með handlaug, sturta, upph.wc og handklæðaofn.
Geymsla er innan íbúðar og með hillum og efra lofti.

Búið er að leggja lögn fyrir hleðslustöð við bílastæði í bílskýli. Kaupandi sér um að koma sér sjálfur upp hleðslustöð. Sameiginleg hjólageymsla er í bílageymslu.

Vönduð og góð eign á rólegum og notalegum stað í Bryggjuhverfinu í Reykjavík.



Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið arsaell@hraunhamar.is 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.68.200.-m.vsk.

Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í rúm 40 ár. – Hraunhamar.is
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.

Hraunhamar fasteignasala

Hraunhamar fasteignasala

Bæjarhraun 10, 220 Hafnarfjörður
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
3. apr. 2020
64.050.000 kr.
51.500.000 kr.
177.3 m²
290.468 kr.
15. nóv. 2012
33.550.000 kr.
35.600.000 kr.
177.3 m²
200.790 kr.
24. okt. 2007
32.820.000 kr.
43.900.000 kr.
177.3 m²
247.603 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Hraunhamar fasteignasala

Hraunhamar fasteignasala

Bæjarhraun 10, 220 Hafnarfjörður