Lýsing
Mikið hefur verið lagt í hönnun hússins jafnt að utan sem innan. Innréttingar íbúðar eru sérsmíðaðar frá Formus / Voke. Allar innréttingar og lýsing eru hannaðar af Hallgrími Friðgeirs innanhúsarkitekt. Aðalhönnuður hússins er Jakob Líndal á Alark arkitektar.
Eignin Síðumúli 39 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 250-6980, birt stærð 65.7 fm, þar af er sér geymsla í kjallara merkt 0026, 3,9fm.
Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý, lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@fastm.is
Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2025 skv. HMS er 56.050.000kr
Nánari lýsing eignar:
Forstofa: Rúmgóð með fataskáp og parketi á gólfi.
Alrými: Samliggjandi stofa og eldhús. Fallegt opið og bjart rými með mikilli lofthæð og fallegum stórum gluggum.
Eldhús: Eldhúsinnrétting hannaðar af Studio H innanhúsarkitektum og sérsmíðaðar frá Formus. Innrétting er með dökkri viðarharðklæðningu (Egger) með mattri áferð. Innfelld lýsing er undir efriskápum. Gott skápa og vinnupláss. Eldhústæki eru frá AEG, Ofn, helluborð, innbyggður ísskápur með frysti og innbyggðri uppþottavél.
Stofa: Samliggjandi eldhúsi í opnu rými með útgengi út á 14,4fm svalir, parket á gólfi. Mikil loftæð, innbyggð lýsing.
Svefnherbergi: Rúmgott með góðu skápaplássi, parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalegt í hólf og gólf með flísum frá Álfaborg. Glæsileg sérsmíðuð innrétting frá Formos, upphengt salerni, walk in sturta og handklæðaofn. Á baðherbergi er tengi fyrir þvottavél og þurrkara inni í sérsmíðuðum skáp.
Geymsla: Sérgymsla í kjallara í sameign. 3,9fm.
Garður: Sameiginleg stór og sólrík þakverönd sem er að stórum hluta til hellulögð. Frábær að nýta á góviðrisdögum.
Sameign: Hjóla og vagnageymsla staðsett í sameign.
Mikil aukin lofthæð er í íbúðinni sem gerir öll rými fallegri og tignarlegri. Innfeld lýsing í allri íbúðinni og vandaðar innréttingar. Falleg og góð eign afar miðsvæðis í Reykjavík með alla helstu þjónustu og verslun allt í kring. Stutt í stofnæðar borgarinnar.
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@fasteignamidlun.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.