Lýsing
Miklaborg kynnir: Falleg þriggja herbergja íbúð í litlu nýlegu fjölbýlishúsi í jaðri byggðar í Urriðaholti þar sem örstutt er bæði á golfvöllinn Urriðavöll og náttúruperluna Heiðmörk.
NÁNARI LÝSING: Björt og falleg, þriggja herbergja íbúð á 2. hæð með góðum svölum. Eignin skiptist í anddyri með skáp. Þaðan er gengið inn í alrými. Eldhús er með fallegri innréttingu og vönduðum tækjum, innbyggðum kæliskáp og uppþvottavél. Eldhús er opið inn í bjarta stofu með útgengi á rúmgóðar svalir sem snúa í s-vestur. Stórt hjónaherbergi með góðum skápum og rúmgott barnaherbergi. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni, sturtu, fallegri innréttingu og tengi fyrir þvottavél. Innréttingar í forstofu, svefnherbergi og eldhúsi eru frá GKS og ná upp í loft.
GÓLFEFNI: Harðparket í ljósum lit er á flestum gólfum en anddyri og baðherbergi er flísalagt.
Allar frekar upplýsingar:
Ólafur Finnbogason Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali olafur@miklaborg.is 822-2307
Árni Gunnar Haraldsson aðstoðarmaður fasteignasala arnig@miklaborg.is 861-4161