Lýsing
Miklaborg kynnir: Glæsilegt 130 fm heilsárshús við Mosabrúnir í Úthlíð með til viðbótar rúmlega 20 fm herbergi í kjallara. Raunstærð er því 150 fm. Húsið nýtur einstaklega góðs útsýnis yfir suðurland þar sem fjallasýnin blasir við í allar áttir. Gott útsýni er m.a. til Apavatns og Ingólfsfjall í suðvestur svo ekki sé minnst á Efstadalsfjall, Rauðafell, Högnhöfða, Kálfstind, Miðfell og Bjarnarfell. Friðsælt svæði sem er með símahliði Umhverfi er afar fagurt með lágum birkigróðri.
Virkilega gott fjölskylduhús með hita í gólfum og sérsmíðuðum innréttingum í eldhúsi frá Eldhúsvali, fallegt parket, vönduð tæki og alrými sem nýtist einstaklega vel. Hús sem nýtist allt árið um kring.
Húsið stendur á 5000 fm eignarlandi
Hér má sjá staðsetningu https://ja.is/kort/?page=1&q=mosabr%C3%BAnir%209&x=428621&y=420358&nz=17.00
Efri hæð húss er með þremur svefnherbergjum þar af eitt þeirra svíta með baðherbergi þar sem er sturta. Annað baðherbergi með sturtu og þvottaherbergi inn af. Utangengt er í um 20 fm herbergi utanfrá en þeir fermetrar eru ekki í uppgefinni fermetratölu. Stofa ásamt eldhúsi er hjarta hússins með stórum útsýnisgluggum í suðvestur þar sem áðurnefnt útsýni blasir við en um botnlangalóð er að ræða. Glæsileg innrétting frá Eldhúsvali með stórri eyju sem er með Corian í borðplötu, helluborði og innfelldum vask. Búrskápur í innréttingu og skápapláss mikið. Innfelldur ísskápur og uppþvottavél í eyju. Til hliðar við forstofu er baðherbergi með sturtu og þar innangengt í þvottahús. Útgengt er út á pall frá baðherberginu.
Húsið er á steyptri plötu og hita í gólfum utan herbergis í kjallara sem er með hefðbundnu ofnakerfi.
Glæsilegt hús á fallegri lóð með einstaklega góðu útsýni og auðveldri aðkomu allt árið um kring. Óskað er eftir tilboðum í húsið.
Áhugasamir hafi samband við Jón Rafn lögg. fasteignasala í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is