Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1926
62,6 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Lýsing
Fasteignasala Sævars Þórs kynnir bjarta og vel skipulagða þriggja herbergja 62,6 fm íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi við Laugaveg 147 á frábærum stað í miðbæ Reykjavíkur. Eignin skiptist í opið rými sem nýtist sem stofa, borðstofa og eldhús, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Sérgeymslur eru á tveimur stöðum í húsinu en þær eru ekki taldar með í fermetrafjölda íbúðarinnar.
Nánari lýsing
Tveir inngangar eru í íbúðina, annars vegar úr sameign og hins vegar sérinngangur. Þegar gengið er inn um sérinngang er komið inn opið rými sem inniheldur stofu, borðstofu og eldhús. Gengið er beint úr opna rýminu inn í bæði svefnherbergin. Baðherbergi er nýlega endurgert með sturtuklefa.
Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð undanfarin ár, bæði að innan og utan. Allar innréttingar og innihurðir hafa verið endurnýjaðar ásamt baðherbergi. Þá er búið að flota og epoxy lakka gólfin í íbúðinni. Búið er að endurnýja útidyrahurð og flesta glugga í íbúðinni. Þá voru rafmagns-, hita- og neysluvatnslagnir endurnýjaðar ásamt frárennslislögnum undir húsinu, samkvæmt núverandi eiganda. Einnig hefur rafmagnstafla, öll ljós og allir tenglar verið endurnýjaðir. Ekki er langt síðan að allt ytra byrði hússins var tekið í gegn.
Íbúðin er skráð 62,6m2 samkvæmt þjóðskrá Íslands en eigninni fylgja tvær geymslur sem eru ekki talda með í þeirra fermetratölu. Önnur er í kjallara hússins og er 12m2 en hin í risinu sem er 4,3m2.
Þá er sameiginlegt þvottahús er í risi hússins en einnig er búið að gera ráð fyrir þvottavél og jafnvel þurrkara í íbúðinni sjálfri.
Tilvalin eign fyrir fyrstu kaupendur sem vilja leigja eignina út fyrst um sinn eða aðra sem vilja fjárfesta og leigja út.
Laugavegur 147 er fallegt hús í steinsteypu klassík, teiknað af Einari Erlendssyni. Þetta er skemmtileg og falleg eign á frábærum stað í miðbæ Reykjavíkur í göngufæri við mikið mannlíf og þjónustu. Þá hefur allt umhverfið í kringum Hlemm tekið miklum breytingum og verðið lagfært og komið í skemmtilegt og gott horf.
Nánari lýsing
Tveir inngangar eru í íbúðina, annars vegar úr sameign og hins vegar sérinngangur. Þegar gengið er inn um sérinngang er komið inn opið rými sem inniheldur stofu, borðstofu og eldhús. Gengið er beint úr opna rýminu inn í bæði svefnherbergin. Baðherbergi er nýlega endurgert með sturtuklefa.
Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð undanfarin ár, bæði að innan og utan. Allar innréttingar og innihurðir hafa verið endurnýjaðar ásamt baðherbergi. Þá er búið að flota og epoxy lakka gólfin í íbúðinni. Búið er að endurnýja útidyrahurð og flesta glugga í íbúðinni. Þá voru rafmagns-, hita- og neysluvatnslagnir endurnýjaðar ásamt frárennslislögnum undir húsinu, samkvæmt núverandi eiganda. Einnig hefur rafmagnstafla, öll ljós og allir tenglar verið endurnýjaðir. Ekki er langt síðan að allt ytra byrði hússins var tekið í gegn.
Íbúðin er skráð 62,6m2 samkvæmt þjóðskrá Íslands en eigninni fylgja tvær geymslur sem eru ekki talda með í þeirra fermetratölu. Önnur er í kjallara hússins og er 12m2 en hin í risinu sem er 4,3m2.
Þá er sameiginlegt þvottahús er í risi hússins en einnig er búið að gera ráð fyrir þvottavél og jafnvel þurrkara í íbúðinni sjálfri.
Tilvalin eign fyrir fyrstu kaupendur sem vilja leigja eignina út fyrst um sinn eða aðra sem vilja fjárfesta og leigja út.
Laugavegur 147 er fallegt hús í steinsteypu klassík, teiknað af Einari Erlendssyni. Þetta er skemmtileg og falleg eign á frábærum stað í miðbæ Reykjavíkur í göngufæri við mikið mannlíf og þjónustu. Þá hefur allt umhverfið í kringum Hlemm tekið miklum breytingum og verðið lagfært og komið í skemmtilegt og gott horf.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
10. maí. 2022
36.000.000 kr.
37.500.000 kr.
62.6 m²
599.042 kr.
24. ágú. 2007
13.490.000 kr.
16.000.000 kr.
62.6 m²
255.591 kr.
2. júl. 2007
13.490.000 kr.
16.500.000 kr.
62.6 m²
263.578 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025