Opið hús: Árkvörn 2, 110 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 01. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 8. janúar 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Lýsing
Um er að ræða fallega og snyrtilega 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi, þvottaaðstöðu innan íbúðar og verönd.
**Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð en á árinu 2019 var eldhúsið endurgert, lagt var nýtt parket frá Parka, settar voru nýjar innihurðar og felliþröskuldar í svefnherbergin, og forstofan flísalögð með flísum frá Parka. Einnig var skipt um þrýstijafnara í hitaveitugrind í sameign.**
Nánari lýsing:
Komið er inn í rúmgóða flíslagða forstofu. Á hægri hönd er baðherbergið en það er með hvítri innréttingu, sturtuklefa og glugga. Þar er einnig þvottaaðstaða.
Eldhúsið og stofan er í sameiginlegu rými. Eldhúsinnréttingin er frá Ikea og er með innbyggðum tækjum frá Ikea og keramik helluborði frá Miele.
Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni, hjónaherbergið er mjög stórt með góðum skápum . Barnaherbergið er minna en rúmgott og með stórum glugga.
Útgengt er á hellulagða verönd frá stofunni og er þar algjört skjól og mikil veðursæld á sumrin.
Eigninni fylgir góð geymsla, sem og hjóla- og vagnageymsla í sameign. Þá er hleðslustöð við bílastæði sem tilheyrir eigninni.
Nánari upplýsingar veita Marta Jónsdóttir, lögfr. og lfs. í síma 8633445 og netfanginu marta@sunnafast.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.