Lýsing
Miklaborg kynnir: Fallega og vel skipulagða 48,3 fm eign við Hverfisgötu 104 C, 101 Reykjavík. Eignin skiptist í sameiginlega forstofu þar sem sérgeymsla íbúðarinnar er ásamt inngangi að sameiginlegu þvottahúsi, eldhús, stofu, svefnherbergi og baðherbergi. Fermetrafjöldi skiptist þannig að íbúðin sjálf er 46,6 fermetrar og geymsla er 1,8 fermetrar skv. skráningu. Eignin er á jarðhæð hússins með stóra glugga bæði í stofu og svefnherbergi sem snúa til suðvesturs. Gæludýr leyfð og möguleiki á bílastæði í langtímaleigu. Um er að ræða fallegt sex íbúða steinsteypt hús miðsvæðis í 101 Reykjavík. Frábær fyrstu kaup, íbúðin er laus strax við kaupsamning.
Bókið skoðun hjá Gabriel Mána Hallssyni lögggiltum fasteignasala í síma 772-2661 eða gabriel@miklaborg.is
Nánari lýsing:
Forstofa: Gengið er inn í sameiginlegan inngang/forstofu þar sem inngangur íbúðar og sameiginlegs þvottahúss er.
Eldhús: innrétting með skápaplássi, ofn með hellum, nýlegt harðparket á gólfi. Hillur ofarlega á veggjum og barborð sem snýr í átt að stofunni.
Stofa: Rúmgóð og björt stofa með nýlegt harðparket á gólfi.
Svefnherbergi: Nýlegt harðparket á gólfi. Gluggar til suðvesturs.
Baðherbergi: Flísalagt gólf og veggir að hluta til. Hvít innrétting með vaski, spegill, skápur, salerni og sturta.
Þvottahús: Sameiginlegt þvottahús er á jarðhæð inn af forstofu.
Geymsla: Sér geymsla inn af forstofu.
Bílastæði: Möguleiki á langtímaleigu fyriri hjá Stjörnuport sem staðsett er við Laugaveg 94
Hér er um að ræða einstaklega fallega og vel skipulagða íbúð á frábærum stað í 101 Reykjavík þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, þar má telja læknisþjónustu, heilsugæslu, matvöruverslanir, sérverslanir, veitingastaði, líkamsrækt, samgöngutengingar og skóla í göngufæri.
Allar nánari upplýsingar veitir Gabriel Máni Hallsson löggiltur fasteignasali í síma 772-2661 eða gabriel@miklaborg.is