Lýsing
LANDMARK fasteignamiðlun ehf. og Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali (s: 690 3111 / andri@landmark.is) og félagsmaður í Félagi fasteignasala kynna í einkasölu: Virkilega vel staðsett eign við Baldursgötu 26 (gengið bakatil frá Válastíg) í 101 Reykjavík. Birt stærð skv. HMS er 59,6 fm og skiptist þannig að komið er inn í forstofu og andspænis inngangi er baðherbergi og á hægri hönd frá inngangi er svefnherbergi. Eldhús í miðrými eignarinnar og innaf eldhúsinu er stofa og geymsla með sérinngangi. Skv. yfirliti frá HMS er eignin skráð sem íbúð en er í raun einbýlishús því matshluti 02 (þessi eign) er áfastur, að hluta til, við matshluta 01 (Baldursgata 26) en telst ekki hluti af heildarhúsi þar sem báðir matshlutar voru hannaðir í sitthvoru lagi.
Eignin er tilvalin fyrir þann laghenta og þarfnast algjörra endurbóta frá A-Ö og er áhugasömum kaupendum bent á að skoða hana mjög vel og er hún seld í því ástandi eins og hún er í dag.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat