Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Heimir Hafsteinn Eðvarðsson
Árni Björn Erlingsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2005
svg
100,1 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

Djáknavegur, 806, Bláskógabyggð, (Úthlíð). Steypt plata, hitaveita, heitur pottur og glæsilegt útsýni. Lokað svæði með rafmagnshliði (símahlið).

Fasteignaland kynnir: Einstaklega vanda og fallegt heilsárshús við Djáknaveg í Úthlíð, teiknaði af Kristni Ragnarssyni arkitekt (KRark) ásamt gestahúsi. Húsið er skráð 92,1 fm ásamt 8 fm gestahúsi eða samtals 100,1 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands. ´A lóðinni er einnig ca. 5 fm geymsla sem nýtt er fyrir verkfæri og grillhús. Húsið stendur á 3.892 fm leigulóð með glæsilegu útsýni. Landið er kjarri vaxið og er búið að planta talsvert af trjágróðri.
Húsið skiptist:  Forstofa með flísum á gólfi og góðu skápaplássi. Stofan er með góðri lofthæð, parketi á gólfi og kaminu. Eldhúsið er með parketi á gólfi, fallegri hvítri viðar innréttingu með eikar borðplötum og vönduðum tækjum, útgengi út á suður sólpall. Herbergin eru þrjú eru með parketi á gólfi. Gott skápapláss er í einu herbergi. Baðherbergið er með flísum á gólfi, innréttingu og sturtuklefa. Þvottahúsið er með flísum á gólfi. Herbergisgangur er parketlagður og að hluta til með flísum með útgengi út á sólpall.  
Í þessu húsi er ofnakerfi (lokað kerfi). Í forstofu og baðherbergi er hiti í gólfi. 
 
Geymsla:  Skráð 8 fm með steyptri plötu og flísalögð. Nýtt sem gestahus. Gott herbergi ásamt WC.
Geymsla: Ca 5 fm, köld geymsla nýtt fyrir verkfæri.

Stór sólpallur er með skjólgirðingu og heitum potti. Á sólpallinum er geymsla sem nýtt er fyrir grill. 
Góð aðkoma og næg bílastæði.

Í þessu húsi er hitaveita og steypt plata og á það einnig við geymsluna. Ofnakerfi er í húsinu og geymslu, en hiti er í gólfi á forstofu og baðherbergi. 
Möguleiki er að fá hluta af búslóð með í kaupum á eigninni,

Lóðarleiga er um kr. 152.000 og er lóðarleigusamningur til 25 ára frá 2005.
 
Þetta er glæsilegt hús í alla staði og vel um gengið á frábærum stað á skipulögðu sumarhúsasvæði við Úthlíð.
 
Á svæðinu er þjónustuhús, sundlaug og gólfvöllur.
Lokað svæði með rafmagnshlið (simahlið).

Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins. Stutt er í veiði, sundlaug, golfvöll, íþróttavöll og fallegar gönguleiðir.

Upplýsingar gefa: 
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali, s. 893 1485, netfang: heimir@fasteignaland.is
Árni Björn Erlingsson, löggiltur fasteignasali, s. 898-0508, netfang: arni@fasteignaland.is
Hrönn Ingólfsdóttir, löggiltur fasteignasasali, s. 692-3344, netfang: hronn@fasteignaland.is

Fasteignaland ehf

Fasteignaland ehf

Skeifunni 2, 108 Reykjavík.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
28. nóv. 2017
27.150.000 kr.
31.000.000 kr.
100.1 m²
309.690 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignaland ehf

Fasteignaland ehf

Skeifunni 2, 108 Reykjavík.