Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Samúelsson
Andri Sigurðsson
Þórey Ólafsdóttir
Sveinn Eyland
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir
Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir
Monika Hjálmtýsdóttir
Júlíus Jóhannsson
Freyja Rúnarsdóttir
Jón Óskar Karlsson
Vista
sumarhús

Djáknavegur 7

806 Selfoss

67.900.000 kr.

538.035 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2291895

Fasteignamat

62.100.000 kr.

Brunabótamat

72.600.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2006
svg
126,2 m²
svg
4 herb.
svg
2 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í samstarfi við LANDMARK fasteignamiðlun kynna í einkasölu:
Heilsárshús í landi Úthlíðar í Biskupstungum sem er í heildina um 160 fm auk nýtanlegra fm á svefnlofti. Eignin stendur á 3809 fm leigulóð í gróinni sumarhúsabyggð á glæsilegum útsýnisstað við Djáknaveg í Úthlíð með víðáttumiklu útsýni. Stór verönd (214,6 fm) með heitum potti og gestahúsi/geymslu.
Eignin er skráð  126,2 fm skv Fasteignaskrá Íslands og er svefnloft þar af skráð sem 9,5 fm. Gólfflötur svefnlofts er 58,2 fm, eru því nýtanlegir fermetrar því töluvert fleiri en skráðir fermetrar gefa til kynna. Einnig er óskráð gestahús/geymsla sem er um 25 fm.
Húsið getur verið afhent við kaupsamning og megnið af innbúi getur fylgt.

SMELLTU HÉR OG FÁÐU SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS  -  Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnarsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 694 4112 eða freyja@landmark.is

Nánari lýsing - neðri hæð:
Gólfefni neðri hæðar eru flísar og eru hitalagnir í gólfi.
Forstofa með fatahengi.
Eldhús er með hvítri IKEA innréttingu, eyju með span helluborði, tvöfaldur bakaraofn í vinnuhæð og gert ráð fyrir tvöföldum ísskáp.
Stofa/borðstofa og eldhús er í rúmgóðu og opnu rými með mikilli lofthæð, útgengt á stóra timburverönd.
Herbergisgangur/hol þaðan sem gengið er inn í svefnherbergin og upp á efri hæð.
Þrjú svefnherbergi með fataskápum.
Baðherbergi er flísalagt með upphengdu salerni, walk in sturta og handklæðaofn, útgengt á verönd þar sem heiti potturinn er. Potturinn er rafmagnspottur.
Þvottahús þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara, opnanalegur gluggi.

Efri hæð:
Timburstigi frá herbergisgangi/holi upp á efri hæðina.
Gólfflötur efri hæðar er 58,2 fm og er það í dag skipulagt sem eitt rými en möguleiki á að skipta upp í herbergi.

Timburverönd er skráð 214,6 fm og liggur hún meðfram 3 hliðum hússins. Gestahús (um 24,5fm) er óklárað að innan en er skipulagt sem svefnrými með salerni, gufa og geymsla.

Úthlíðar sumarhúsasvæðið er með 4 síma öryggishliðum og er þetta hús innan þess svæðis, hitaveita er á svæðinu.
Öflugt sumarhúsafélag er rekið á svæðinu og er árgjald í það kr. 16.000.-
Öflug ferðaþjónusta er einnig rekin í Úthlíð en þar er t.d 9 holu golfvöllur, hestaleiga og í Réttinni er  veitingarstaður o.fl.
Mjög stutt er á 3 golfvelli, útivistar og göngusvæði, útivistarsvæðið Geysir er í 10 mín akstri og ca. 15 mín akstur er á Flúðir og Laugarvatn.


Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnarsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 694 4112 eða freyja@landmark.is

Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.

Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat

img
Freyja Rúnarsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
LANDMARK fasteignamiðlun
Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
LANDMARK fasteignamiðlun

LANDMARK fasteignamiðlun

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
phone
img

Freyja Rúnarsdóttir

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
9. feb. 2011
13.825.000 kr.
18.500.000 kr.
126.2 m²
146.593 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
LANDMARK fasteignamiðlun

LANDMARK fasteignamiðlun

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
phone

Freyja Rúnarsdóttir

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur