Lýsing
Veitingastaður með sæti fyrir 100 manns, fullbúið eldhús, veisluþjónusta og matvælaframleiðsla þar sem hveraorkan er orkugjafinn, fullt framleiðsluleyfi og dreifingarleyfi.
Veisluhöllin er á neðri hæð hússins að Austurmörk 2. Húsið stendur við Austurmörk sem er aðalgata bæjarins, sérbílastæði eru við húsið með aðstöðu fyrir 20 fólksbíla og 2 langferðabifreiðar. Einstakt tækifæri til að eignast eign í hjarta Hveragerðis með ýmsa möguleika. Smellið hér fyrir staðsetningu.
Veisluhöllin er vinsæll áningastaður sem hefur lagt áherslu á að taka á móti hópum í Hverahlaðborð, þar sem allt sem framleitt er í eldhúsinu er eldað á hveragufu. Mikið um bókanir fyrir sumarið.
Staðurinn sérhæfir sig í hveraeldun, bakstri hverabrauða og súpuframleiðslu, framleiðsluleyfi um allt land, framleiðslueldhús er á staðnum. Salurinn hefur verið nýttur meðal annars fyrir hópa t.d.skemmtiferðaskip, veislur, fundi og ráðstefnur, fyrir hendi er í húsnæðinu allt sem til þarf.
Eignin er 168.6 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS.
Þrír inngangar eru á neðri hæð hússins, tvö salerni þar af eitt fyrir hreyfihamlaða, bar og fullbúið vottað framleiðslu eldhús ásamt úti gufueldhúsi, 40 útisæti.
Brunakerfi er nýuppsett í húsnæðinu. salurinn er með harðparketi á gólfi, einstök hljóðvist (ekkert bergmál).
Fyrirliggjandi eru teikningar af stækkun neðri hæðar (ósamþykktar, teikningar fylgja).
Húsið Austurmörk 2 er skráð atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum byggt árið 1977 og skiptist í þrjú fastanúmer (tvö fastanúmer eru á efri hæð). Þak er einhalla, lagnakjallari er undir eigninni.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - byr@byrfasteignasala.is
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – elin@byrfasteignasala.is
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - hronn@byrfasteignasala.is
Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir, löggiltur fasteignasali - silla@byrfasteignasala.is
Opið alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
www.byrfasteign.is | Austurmörk 7, 810 Hveragerði - Miðvangur 2-4, 700 Egilsstaðir | Byr fasteignasala