Opið hús: Mávahlíð 26, 105 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 03 01. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 22. janúar 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Lýsing
Eignin Mávahlíð 26 er skráð 4ja herbergja risíbúð.Birt stærð 98.3 fm.
Í dag eru 2 svefnherbergi en búið er að opna á milli barnaherbergjanna.
Nánari upplýsingar veitir Bjarklind Þór Löggiltur fasteignasali, í síma 6905123, tölvupóstur Bjarklind@borgir.is og
Jóhanna Margrét Jóhannsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 8200788, tölvupóstur johanna@borgir.is
Nánari lýsing eignar:
Sameiginlegur inngangur. Snyrtilegur stigagangur sem er teppalagður.
Forstofa:Fyrir framan inngang í íbúð er pláss fyrir fatahengi og skóhillu.
Hjónaherbergi: er parketlagt, rúmgott, bjart, og með góðu opnu skápaplássi.
Eldhús: er með korki á gólfi, opið, bjart með rúmgóðri eldri innréttingu. Eldavél með keramikhellum.Tengi fyrir uppþvottavél
Stofa og borðstofa er parketlögð, mjög rúmgóð í björtu opnu rými.
Baðherbergi: er flísalagt í hólf og gólf, með sturtubaðkari og upphengdu salerni. Baðherbergi var endurnýjað árið 2013.
Sameiginlegt þvottahús er í kjallara þar sem hver og einn er með sín eigin þvottatæki.
Sér geymsla er í kjallara. 6.3 fm
Umhverfi:
Falleg íbúð á eftirsóttum stað í Hlíðunum - stutt í skóla og alla helstu þjónustu - göngufæri við miðbæinn.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Vill Borgir því skora væntanlega kaupendur á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bæra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 62.000 mvsk.