Lýsing
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala kynnir bjarta og fallega íbúð á 2. hæð við Álagranda 12, 107 Reykjavík. Gott aðgengi er að íbúðinni en gengið er upp hálfa hæð frá aðalinngangi. Góð staðsetning stutt í alla þjónustu, skóla, leikskóla, háskóla og Vesturbæjarlaug.
Eignin skiptist í: Hol, eldhús, stofu, svefnherbergi, baðherbergi. Sameiginlegt þvottahús, hjóla- og vagnageymslu og sér geymslu í kjallara,
Aðkoma: Snjóbræðsla er í gangstétt framan við húsið. Næg bílastæði eru fyrir framan húsið. Lagt hefur verið fyrir hleðslustöðvum.
Íbúðin var töluvert endurnýjuð 2018-2019. Sett voru ný gólfefni, listar og nýjar innihurðir frá Birgison ásamt nýjum fataskápum í svefnherbergi og forstofu. Eldhús var einnig endurnýjað, ný innrétting, ný rafræki og blöndunartæki. Nýjir tenglar og rofar, rafmagnstafla yfirfarin og auka rafmagnstöflu bætt við í eldhúsið. Bætt var við ofni inn á baðherbergi.
Nánari lýsing:
Forstofa: Með fataskáp, harðparketi á gólfi.
Baðherbergi: Er með sturtuklefa og innréttingu, flísum á veggjum og gólfi.
Herbergi: Rúmgott með góðum skápum, harðparketi á gólfi .
Stofa: Björt og rúmgóð, parketi á gólfi, frá stofu eru góðar suðvestur svalir.
Eldhús: Opið inní stofuna með hvítri snyrtilegri innréttingu, harðparketi á gólfi.
Lóðin: Aftan við húsið er sameiginlegur garður. Hellulegt er upp að inngangi að hjólageymslu.
Í kjallara er 8,5 fm sérgeymsla með hillum. Þar er einnig sameiginlegt þvottahús fyrir stigaganginn sem og rúmgóð hjóla- og vagnageymsla. Sameign er snyrtileg og umgengni til fyrirmyndar.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.