Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Þórarinn Halldór Óðinsson
Upplýsingar
svg
Byggt 1975
svg
212,4 m²
svg
6 herb.
svg
2 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Útsýni
svg
Sérinngangur

Lýsing

Eignin er seld með fyrirvara!

Nes fasteignasala ehf kynnir í einkasölu eignina:

Þórðargata 10, 310 Borgarnes. 
Um er að ræða gott og vel skipulagt endaraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr sem skiptist í 5 svefnherbergi, þvottahús, tvöfalda stofu, eldhús og 2 baðherbergi.
Eignin er byggð 1975 og er 212.4 fm að stærð samkvæmt skráningu HMS, þar af er bílskúrinn  25,7 fm. Húsið stendur við rólega götu á vinsælum stað með miklu útsýni.

Nánari lýsing:

Gengið er inn á neðri hæð hússins, hún skiptist í forstofu, hol, þvottahús, geymslu, baðherbergi og herbergi. innangengt er úr skála í bílskúr og þar er einnig hringstigi uppá efri hæð sem skiptist í 4 svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, borðstofu og stofu. Gengið er út á baklóð úr eldhús. Þar er rúmgóð  verönd með skjólveggjum og heitum potti.
 
Neðri hæð:
Forstofa: Flísar á gólfi og rúmgóðir fataskápar.
Hol: Flísar á gólfi, gengið í öll rými á neðri hæð og upp hringstiga á efri hæð úr holi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og hluta veggja, sturtuklefi og vaskur með spegli.
Herbergi: Parket á gólfi
Þvottahús: Flísar á gólfum, góð innrétting.
Geymsla: Málað gólf, gengt í geymslu úr holi og innaf baði.
 
Efri hæð:
Stigapallur: Parket á gólfi, gengið í öll rými á efri hæð af stigapalli.
Svefnherbergi: Eru 4, öll með parket á gólfi, skápar í 3 herbergjum. Gengið er út á rúmgóðar svalir úr hjónaherbergi.
Baðherbergi: Allt nýuppgert. Flísar í hólf og gólf, baðkar með sturtuaðstöðu. Vegghengt salerni. og hvít innrétting frá innréttingar og Tæki.
Eldhús: Nýleg rúmgóð hvít innrétting frá Kvik. Helluborð, bakarofn í vegg og uppþvottavél.
Stofa og borðstofa: Eru á pöllum, parket á gólfum. Stofan er á neðri palli, björt og rúmgóð með góðu útsýni.
Bílskúr: Epoxy á gólfi, Rafmagnsopnun á hurð. Gengt út á bílaplan
Sólpallur: Er rúmgóður, timbur með skjólveggjum, heitur pottur og geymsla.
Lóðin: Er vel frágengin með beðum og steyptum vegg
 
Eftirfarandi hefur verið endurnýjað:  
Varmaskiptir á neysluvatni og hitaveitugrind.
Ný uppgert baðherbergi á efri hæðinni.
Nýlega endurnýjað eldhús, hurðar og gólfefni á efri hæð, gegnheilt parket frá Egill Árnason ehf. 2018. Fataskápar voru endurnýjaðir 2008.
Nýr stofugluggi.
Gólfhiti er í forstofu, baðherbergi á efri hæð og eldhúskrók.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.

img
Þórarinn Halldór Óðinsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Nes fasteignasala ehf
Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi

Nes fasteignasala ehf

Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi
phone
img

Þórarinn Halldór Óðinsson

Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi

Nes fasteignasala ehf

Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi
phone

Þórarinn Halldór Óðinsson

Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi